Mun Guðlaugur Þór hneppa hjúkrunarfræðinga í nauðungarvinnu?

Mun Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra hneppa hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum í nauðungarvinnu ef þeir beygja sig ekki undir þær kjaraskerðingar sem breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum Landspítalans munu væntanlega leiða af sér?

Hótun um að grípa til lagasetningar ef hjúkrunarfræðingarnir beygja sig ekki undir pískinn er með ólíkindum. Það vita það allir sem fylgst hafa með álaginu á starfsfólk Landsspítalans að starfsfólk þar er að gefast upp. Það er ekki hægt að píska það áfram.

Það er ekki hægt að skera meira niður en orðið er - og reka spítalan með fólki í nauðungarvinnu. Nú þegar starfa hjúkrunarfræðingarnir fyrst og fremst vegna hollustu við sjúklingana sem þeim er falið að hjúkra - ekki vegna launanna!  Hótun um nauðungarvinnu gæti slökkt þann síðasta neista sem heldur fagfólki í vinnu á Landspítalanum.

Niðurstaða útboðs á rekstri öldrunardeildar á Landakoti sýnir það svart á hvítu að aðhaldsaðgerðir í rekstri Landspítalans hafa gengið of langt. Draumur ráðherrans um að beita einkavæðingu til að ná niður kostnaði er að breytast í martröð. Það er enginn einkaaðili sem treystir sér til að reka starfsemina með fyrirsjáanlegu tapi.

Einkamarkaðurinn hefur lagt sitt mat á rekstur Landspítalans. Það er hreinlega þannig að það er ekki unnt að ganga lengra í sparnaði. Einkamarkaðurinn mun krejast mun hærri fjárframlaga til að halda uppi sambærilegri þjónustu.

Væri ekki nær að sætta sig við staðreyndir - leggja niður pískinn og fara að reka Landspítalann eins og heiðarlegt fagfólk- ekki þrælahaldarar.

Ég treysti að Guðlaugur Þór leggi niður pískinn og afturkalli hótanir sviðsstjóra á LSH um lagasetningu. Það er ekki í anda hans að beita nauðung - þvert á móti - þá er hefur hann verið talsmaður frelsisins!


mbl.is Lagasetning á hjúkrunarfræðinga ef ekki semst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðlaugur er á villigötum.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 10:42

2 identicon

Nú er verið að bjóða út rekstur deilda og kema tilboðsupphæðirna flatt á ráðamenn, sem hafa svínað heilbrigðiskerfið niður með gengdarlausum sparnaðarkröfum. Enda ganga ráðamenn og fyrrverandi séntilmenni fyrir í heilbrigðiskerfinu eins og og horfði á með eigin augum, þegar ég beið í 2 tíma á Landspítalunum á bráðamótökunni ásamt fleirum. Eftir uþb. 100 mínutna bið labbar Þorsteinn nokkur Pálson inn gengur að ritaraborðinu. Maðurinn var varla búinn að labba inn ganginn inná biðkrókinn þegar nafinið hans var hrópað upp. Við hin sem höfðum beðið í 2 tíma hristum hausinn og litum niðureftir ganginn á hlaupandi hjúkrunarfólk og sjúlkinga liggjandi á víð og dreif útum alla ganga..

Læðist að manni sá grunur að yfirstéttin hafi einhverja rauða forgangskrossa fyrir framan nafnið sitt, ef þetta fólk þarf á þjónustu að halda. 

Ég ætlaði að kvarta yfir þessum biðtíma en þegar að konugreyið koma og kallaði nafnið mitt var ekki um að villast að taugar þessa blessaða fólks eru komnar upp að slitmörkum þannig að .að er enganveginn hægt að letja þessu fólki að það labbi út. Það getur enginn unnið undir svona álagi  nema í einhvern örstuttann tíma.

Ekki væri verið að öngvast útí peninga ef þetta væri utanríkisþjónustan, þar hanga nú nokkrar kippur af ónytjunum sem hafa lítið annað að gera en að sóla sig og hanga í tölvubloggi útiheimi og kostar sú vitleysa örugglega á við nokkrar deildirnar ef ekki heilu spítalana.

Enginn ruggar þeim báti. 

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Mun Guðlaugur Þór hneppa hjúkrunarfræðinga í nauðungarvinnu? "

Ertu ekki alltof greindur Hallur til að láta þér slíkt um munn fara?

Mér væri trúandi til þess, en ekki þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.3.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Júlíana

ég byrjaði að blogga um þetta en er of pirruð til að tjá mig almennilega um þetta. Guðlaugur er að klúðra þessu algjörlega. Þessi breyting er gott dæmi um það þegar fólk sem situr við skrifborð alla daga ákveður breytingar án þess að ráðfæra sig við fólkið sem þekkir til. Og þegar einhver mótmælir þá á bara að þvinga fólk til að samþykkja breytingarnar. Þú nærð ekki árangri á þennan hátt, það er ljóst og Guðlaugur ætti að átta sig á því sjálfur.

Júlíana , 18.3.2008 kl. 20:23

5 identicon

Mun han hneppa þá í nauðungarvinnu? ÞÆRU ERU BÚNARA AÐ VERA Í NAUÐUNGARVINNU TIL MARGRA ÁRA!  Það er til skammar að sjá og vera vitni að hvernig farið er með þetta fólk. Mér dettur nú bara í hug að hefðu karlmenn klætt meirihluta þessarar stéttar þá er ég nú ansi hræddur um að annað hljóð kæmi í strokkinn. Það hefði EKKERT verið gert. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Héðinsfjarðar göngin eru "mikilvægari" fyrir okkur, heldur en góð sjúkrahús, og góð lögregla.  Þar er skorið niður linnulaust en gæluverkefni misviturra pólitíkusa fá brautargengi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 03:45

7 Smámynd: Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir

Ojá Hallur minn.  Maður gengur á síðustu dropunum þessa dagana eins og þú þekkir.

Hugsa sér, þegar allt er að fara í kalda kol á fjármálamarkaðnum og allir að missa sig yfir því, er eitt víst að spítalarnir tæmast aldrei og aldrei verður skortur á veiku fólki.  En hver spáir í það?

En það er enginn sem græðir á sjúklingum.  Þeir skila engum arði!!!

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 22.3.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband