1,2 og skíðaparadís í Bláfjöllin!

Veðurguðirnir hafa verið skíðafólki á höfuðborgarsvæðinu hliðhollir í vetur. Nægur skíðasnjór í Bláfjöllum og oft á tíðum frábært skíðaveður! Sit hér framan við tölvuna sæll og sólbrenndur eftir frábæran dag í Bláfjöllum í gær - og dagurinn í dag lofar góðu!

Þegar ég stóð ofan við Kóngsgil og horfði yfir skíðasvæðið - og reyndar yfir allt höfuðborgarsvæðið og upp á Snæfellsnes - þá rifjaði ég upp ferlegan skíðavetur í fyrra. Þá var ástandið þannig í lok desember og köldum janúar - að ekki var unnt að opna skíðasvæðið þar sem snjórinn var allt of þurr og þjappaðist ekki. Það voru ekki margir skíðadagarnir í fyrra - og enn færri árið áður!

Þessu er unnt að breyta. Eftir að hafa búið í Noregi þar sem snjóbyssur eru í hverri brekku - og eftir að hafa skíðað á Akureyri á tilbúnum snjó í fyrra - þá æpir á mann vöntunin á snjógerðartækjum í Bláfjöllum. Við getum ekki treyst á veðurguðina eina saman! Ég skora á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman og koma upp snjógerðarkerfi í Bláfjöllum fyrir næsta vetur.

Þannig getum við tryggt góðar aðstæður fyrir heilbrigða fjölskylduíþrótt í Bláfjallaparadísinni!

Ólafur Friðrik og félagar í borgarstjórn Reykjavíkur!  1,2 og skíðaparadís í Bláfjöllin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tókst þig vel út í sjónvarpinu.

Gestur Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það var frábært í fjallinu í dag.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...tek undir þetta hjá þér (...átti að fylgja með þarna )

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 20:47

4 identicon

Skálafell var líka FRÁBÆRT í dag og í gær. Það vareiginlega meiri upplifun að koma í Skálafellið en í Bláfjöllin þótt þar sé og stórkostlegt. En tilfinningin að koma aftur í Skálafellið eftir ÞRIGGJA ÁRA lokun var einstök.

Það þarf svo sannarlega að reyna að opna augu fleirri fyrir dýrð fjallanna og hvetja foreldra til meiri útiveru með börnum sínum.

Friðrik

Friðrik Ásmundsson Brekkan (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband