KR vann Keflavík - eða hvað?

KR vann Keflavík!

Eða hvað? KR er víst ekki lengur KR!

Vesturbæingarnir fengu það víst í gegn að það mátti ekki nota KR yfir KR! Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar varð að breyta nafni sínu úr KR í eitthvað allt annað - vegna þess að vesturbæingunum líkaði ekki heitið!

Hvað eiga Víkingar Ólafsvík að segja? Það er félag í Reykjavík sem leyfir sér að kenna sig við Víking! Meira að segja félag sem verður 100 ára í ár!

Hvað á  Valur á Fáskrúðsfirði - minnir mig- að segja?

Það er félag í Reykjavík sem leyfir sér einnig að kenna sig við Val!!!!

Nei, það var greinilega ekki Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem vann Keflavík - enda hefði það verið ótrúlegt! Það va Fjarðarbyggð sem vann Keflavík!

Ég biðst afsökunar á þessum mistökum mínum!

 

 


mbl.is Keflvíkingar töpuðu á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

knattspyrnufélag fjarðarbyggðar er KFF og hefur verið í mörg ár. þetta KR dæmi var eitthvað allt annað það voru reyðfirðingar fáskrúðsfirðingar og stöðfirðingar minnir mig og það í 3.deild eða eitthvað þannig og valur er á reyðarfirði en leiknir á fáskrúðsfiði svo til gamans er sindri minnir mig á stöðvarfirði, austri á eskifirði og Þóttur norðfirði.

Austfirðingur (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er sitthvað séra Jón og Sigga skrína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.3.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Austfirðingur!

Takk fyrir þessar upplúsingar!

Ég man þetta aldrei!

Spilaði reyndar deildarleiki með Einherja - þegar ég bjó á Vopnafirðir - hljóp boðhlaup með UMFB - Ungmennafélagi Borgarfjarðar (eystra) á Eiðum á sínum tíma.

Krakkarnir sem ég kenndi - og þjálfaði pínu pons með Helga Arngrímssyni þeim snillingi - stóðu sig þá eins og hetjur!

Náði meira að segja að slíta Magna - sjónvarpsstjörnu - Ásgeisson, frá gítarnum! Hann stóð sig vel í íþróttunum eins og hann á kyn til!

Svo spilaði ég náttúrlega með gamlingjunum í Sindra á Höfn - þegar ég var þar - löngu seinna!

Man þá sérstaklega eftir unglingnum Vigni - örum og öflugum spilara  sem spilaði með aðalliðinu - ættuðum frá Seljavöllum! Núverandi yngsti og besti bæjarstjóri á Íslandi!

Svo er nú það! 

En RUGGLA hins vegar alltaf saman hinum félögunum fyrir austan - nema Austra - því það blaðs er sama nafn og var á blaðinu hans Jóns Kristjánssonar - áður en hann varð ritstjóri besta Íslandssögunnar - Tímans!

Hallur Magnússon, 15.3.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Hallur Magnússon

PS.

Verð að fara að skipta um lyklaborð! Næstum einungis annað hvort slag sem kemst til skila!

Taland um Jón Kristjánsson - þann flotta stjórnmálamann! Hann varð ritstjóri BEZTA DAGBLAÐS á Íslandi - vildi ég segja - og því átti að standa "því blaðs sem ber sama nafn ... osfrv."

Hallur Magnússon, 15.3.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég er reyndar Víkingur :)

Hallur Magnússon, 16.3.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband