Sjálfstæðismenn á réttum teinum - vilja skoða lestarsamgöngur!

Ég er ánægður með  Sjálfstæðismennina í borginni í dag. Þeir hafa lagt fram tillögu þess efnis að kanna skuli hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkur og miðborgar Reykjavíkur. Með þessu undirstrika þeir það sem ítrekað hefur komið fram hjá einstaka borgarfulltrúa þeirra - ekki hvað síst hjá Gísla Marteini - að Sjálfstæðismenn ætla ekki að hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni til frambúðar.

Enda var á dögunum Flugvöllurinn teiknaður úr Vatnsmýrinni af öryggi!

Ég minnist þess reyndar að Alfreð Þorsteinsson talaði fyrir lestarferðum frá Keflavík til Reykjavíkur hér um árið!

Þá vilja Sjálfstæðismenn einnig láta kanna kosti léttlestarkerfis í Reykjavík.

Þar hvet ég þá til að ganga alla leið og kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi um borgina!  Þótt það sé dýrt þá verður bara að hafa það! Metró er eina raunhæfa leiðin til að draga úr bílaumferð í borginni.

Skemmtilegar hugmyndir um slíkar neðanjarðarsamgöngur í Reykjavík hafa áður litið dagsins ljós. Látum skoða þær líka! Ef Sjálfstæðismenn bæta slíkri athugun í tillögu sína - þá yrði ég líka ánægður með þá á morgun!


mbl.is Vilja skoða lestakerfi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Gott Hanna Birna!

Hallur Magnússon, 14.3.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband