Sópa Suðurnesjamenn nauðsynlegu álveri á Bakka út af borðinu?

Álbræðsla í Helguvík gæti orðið til þess að sópa álveri á Bakka út af borðinu, því ef umhverfisráðherra vill ekki berjast fyrir því að Íslendingar fái auknar losunarheimildir þá er einungis pláss fyrir eitt álver - annað hvort á Bakka við Húsavík eða Helguvík.

Því má halda fram að Sjálfstæðismennirnir á Suðurnesjum séu með ákvörðun sinni að auka byggðavandann á Norður og Norðausturlandi með því að koma í veg fyrir byggingu álvers þar. Reyndar sýnist mér óðagot þeirra við að koma framkvæmdum við álbræðslu í Helguvík af stað beinlínis vera vegna þess að þeir viti af þessari staðreynd og ætli að hreppa hnossið - á kostnað Þingeyinga.

Ég er ekki í vafa um hvort ætti frekar að reisa álver á Bakka eða í Helguvík. Ég vil sjá álver á Bakka - því Suðurnesjamenn hafa margfalt meiri möguleika á annars konar atvinnustarfsemi en Þingeyingar - sem verða að renna fleiri öruggum stoðum undir atvinnulífið þar.

Á Íslandi eru annars vegar álbræðslur sem einungis bræða ál og hins vegar álverksmiðjur sem bræða ál og vinna úr því til dæmis barra, álþráð og bolta með þeim virðisauka fyrir Íslendinga sem því fylgir.

Álbræðslan á Grundartanga er álbræðsla sem ekki áframvinnur álið á Íslandi. Álverið á Reyðarfirði og í Straumsvík vinna meira úr álinu og nýta því losunarkvótan mun betur fyrir efnahagslífið á Íslandi.

Fyrirhuguð álbræðsla í Helguvík er af fyrri taginu og því ekki eins dýrmæt fyrir Íslendinga og fyrirhugað álver á Bakka sem nýta mun losunarkvótan miklu mun betur fyrir íslenskt efnahagslíf - auk þess að skipta miklu meira málið fyrir nærumhverfið en álbræðslan í Helguvík.

Þá má bæta við að með álverinu á Bakka gætu skapast aðstæður til þess að setja á fót völsunarverksmiðju á norðausturlandi þar sem samanlögð framleiðsla Bakka og Reyðaráls yrði það mikil að rekstrarlegar forsendur fyrir slíkri, umhverfisvænni stóriðju skapast.

Suðurnesjamenn!

Sýnið ábyrgð og samstöðu með landsbyggðinni - látið Þingeyingum eftir álverið og losunarkvótann!

 


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum er ég sammála hverjum lyklaslætti þínum!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að þú Hallur þekkir ekki mikið til hugsunarháttar Suðurnesjamanna í sambandi við álverið í Helguvík. Hér er algjör samstaða nánast allra að lokaáfanginn við undirbúning álversins verði ekki stöðvaður.Sjálfsagt mun Sjáfstæðisflokkurinn njóta þess í næstu kosningum að hafa staðið vörð um hagsmuni Suðurnesjamanna.Og hinir fá að gjalda þess að hafa verið á móti hagsmunum fólksins.Það er rétt hjá þér.

Sigurgeir Jónsson, 13.3.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Hver vill reisa álver á Bakka?

Hver er tilbúinn með pakkann?

Ef, yrði, gæti, og vildi, eru fín orð.

Helguvík ER hinsvegar og þar skilur á milli.

Óska öllum landsfjórðungum alls hins besta í hverju því sem þeir eru að vinna að.

Björn Finnbogason, 13.3.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það liggur við að ég sé sammála þér, svei mér þá! Kíktu til mín hingað...

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:45

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Að sjálfsögðu á að reyna að fullvinna einhverja vöru úr öllu því áli sem búið er til hér á landi. Líklega var mesta stökkið í verðmætaaukningu á fiskaflanum þegar farið var að vinna hann meira í stað þess að flytja fiskinn út óunninn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 08:30

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Hallur. - Einhverra hluta vegna finnst manni samt að  Suðurnesjamennirnir geti komið þessu í gegn án þess að  þjóðkjörnir stjórnendur landsins fái þar um ráðið. Ef það er rétt, þá er það slæmt, því þetta er ekkert einkamál Suðurnesjamanna, frekar en önnur stóriðja.

Haraldur Bjarnason, 13.3.2008 kl. 08:53

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hallur,--hvar eru fjárfestarnir sem eru tilbúnir til, að greiða eðlilegt lóðagjald á Bakka?

Hvar eru fjárfestarnir sem ÆTLA að byggja álver á BAkka?

Ég spurði hann vin minn Sigurjón Tannlækni og samflokksmann  um þetta.  Hann sagði frómt frá, að svo væri ekki ENN en ef unnið væri skipulega en málum ekki spillt af fólki í sama kjördæmi, væri næsta öruggt, að verið risi fljótt og vel.

Þartil  Helguvík.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald 

ætíð  baráttumaður fyrir eðlilegum framförum út um allt land.

Bjarni Kjartansson, 13.3.2008 kl. 10:47

8 identicon

Bendi Sigurgeiri á ad ekki er samasem merki á milli thess ad vilja ekki álver og ad vera á móti hagsmunum fólksins.

Ég er af Sudurnesjum og tel ad med byggingu álvers í Helguvík séum vid ad fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Sudurnesjamadur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 11:01

9 identicon

Verður ekki að hafa í huga að eðlilegast sé að hafa fyrirtækin þar sem fólkið er? Er ekki Reyðarfjarðarvitleysan nægileg lexía fyrir menn? Segir það ekki eitthvað að fólksflóttinn frá austurlandi hefur aukist um allan helming síðan það "ævintýri" hófst, skv. skýrslum Hagstofu, og þá er verið að tala um íslenskfætt fólk en ekki farandverkamenn?

Ellismellur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:55

10 identicon

Það verður að finna betri stað fyrir álver á NA-landi en á jarðskjálftasprungunni við Húsavík. Það yrði verulegur skaði fyrir íslandsmið ef góður jarðskjálfti í þessari sprungu gerði það að verkum að einhver sóðaskapur læki í hafið.

Síðan er spurning hvort ekki sé komið nóg af álbræðslum á þessu landi. Það er ekki skynsamleg efnahagsstjórn að veðja um of á svona fáar atvinnugreinar. Við erum búin að binda um 80% af rafmagnsframleiðslu okkar í þessum álverum nú þegar. Það er varla á bætandi. Það er verulega skynsamlegt að vinna að frekari virkjunarframkvæmdum en það verður að fara að vinna að fjölbreytingu atvinnulífsins.

Hvað varðar spurningur Kristins um spörun á CO2 að þá er erfitt að reikna það út því álframleiðsla Íslendinga eykur einnig framboð á áli og er því til lækkunar á heimsmarkaðsverði á áli sem aftur veldur því að fleiri nota álumbúðir í stað minna orkufrekra umbúða. Þannig gæti jafnvel verið um hnattræna aukningu á CO2 útblæstri að ræða vegna þess að ódýru niðurgreiddu virkjanirnar okkar eru notað til bræðslu í stað dýrar olíu. CO2 reikningar sýna það sem reiknimeistarinn vill að þeir sýni!

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:13

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kristinn talar af viti hér...  en samt.. ég vil nota raforkuna okkar í eitthvað annað en 60 ára gamla tækni sme flest öll everópuríki hafa losað sig við fyrir löngu og einungis þróunarríki á borð við ísland og Venesuela berjast um álbræðslur...

guys.. við getum gert betur en að byggja álver.. en ef spurt er hvort vil ég Bakka eða Helguvík.. þá segi ég Bakki.

Óskar Þorkelsson, 13.3.2008 kl. 23:42

12 identicon

Hallur!

Suðurnesjabúar hafa í mörg ár goldið þess að vera nágrannar Reykjavíkurs/ "aðalsins". Áhugi stjórnvalda var lítill og ef til vill voru þau sjónarmið að þeir hefðu þó herinn. Nú þegar fólk hér blessunarlega rís upp á afturlappirnar og vill byggja upp samfélag á eigin forsendum. Nýta þau auðævi sem felast á svæðinu, þá koma menn fram og vilja bregða fæti fyrir þeim. Lopapeysufólkið og osta og rauðvíns sosialistarnir, sem ekkert kunna nema að að tala hvort annað upp í sínum umræðum um að bjarga heiminum - tala og tala en gera ekkert - byggja fátt upp en mótmæla. Ég man þá tíð þegar sosialkynslóðin i kjölfarið á stúdentaóeirðunum í Paris í lok 6ta áratugarins lagði af stað með sinn darraðardans. Ég man að þeir voru nærri búnir að eyðileggja mitt nám í Oslo. Eftirlegukindur frá þeim tíma grassera ennþá talandi og talandi og halda áfram að drekka rauðvín og borða osta.

Vissulega þurfum við að hugsa um umhverfi okkar. Hrein orka er okkar tilboð til umheimsins.

Kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum á Suðurnesjum taka ábyrgð á sínu fólki. Þeir hafa lært að eigið frumkvæði og vilji til framtíðar samfélags byggir ekki lengur á erlendu valdi, heldur hafa þeir tekið saman við Íslenskt fyrirtæki ,sem leitaði til þeirra, um að byggja upp fyrirtæki í héraði sem skapar stöðuleika á atvinnumarkaði á svæðinu.

Ég frábið mér lopapeysuhugsunarháttinn og osta og rauðvíns sosialismann. Áram Helguvík, áfram Bakki. Hvetjum aðila til frekari úrvinnslu. Hættum að tala niður þessa aðila. Hvetjum þá til dáða og til að taka í notkun hreina orku og framleiðsluaðferðir sem eru þær bestu sem finnast með náttúruhagsmuni í heiðri. Orðstír fyrirtækja er í dag algjör forsenda að þau fái að lifa til framtíðar.

Ál er umhverfisvænn málmur. Hann er léttur og það þarf minni orku til að knýja tæki sem hann er notaður til. Ég hef ekki heyrt frá lopapeysufólkinu neitt um það.

Nú má kannski skilja að ég tali niður til lopapeysunnar. Ég nota þetta tjáningarform um fólk sem er fast í stöðluðum úreltum hugsunargangi. Ég man þennan hóp sem trúði á Mao og hans líka. Hvað kom í ljós. Algjör gengisfelling á þeim hugmyndum. Þar sem átti að vera frelsi var algjör misnotkun á valdi og ofríki.

Hallur haltu við þín framsóknargen. Frjálslyndi á miðjunni. Skynsamlegar lausnir milli aðila.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:53

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Jón. Talandi um gen - þá má ekki gleyma því að ég kem af gallhörðum krötum og staðföstum sjálfstæðismönnum!

Hallur Magnússon, 14.3.2008 kl. 07:45

14 identicon

Suðurnesjamenn voru bara fyrri til og það skiptir máli til að komast af í nútímasamfélagi.

SÞA (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband