Ekki nauðga Viðey!!!
8.3.2008 | 19:44
"Áhugamenn" um Sundabraut hafa lagt fram tillögur um nauðgun Viðeyjar - þessarar perlu okkar Reykvíkinga!
Röksemdin er að spara nokkrar krónur í lífsnauðsynlegum samgöngubótum fyrir landsbyggðina - og merkilegt nokk - höfuðborgarsvæðið.
"Áhugamennirnir" vilja hætta við Sundagöng en þess í stað leggja Viðey í rúst vegna þess að það er örlítið ódýrara!
Í fréttum Stöðvar 2 segir eftirfarandi:
"Áhugamenn um Sundabraut hafa lagt fram nýja tillögu að Sundabraut sem er mun ódýrari en fyrirhuguð Sundabraut með göngum en hópinn skipa brúarsmiðir, byggingaverktakar og jarðvegsfræðingar.
Hugmynd hópsins er sú að frá Laugarnesi verði reist lág brú sem lægi yfir í Skúlahól í Viðey og yrði sú brú að hluta byggð með skerjum. Þaðan myndi vegurinn liggja með suðurströnd Viðeyjar, að hluta til á uppfyllingu.
Frá Viðey lægi síðan skipgeng hábrú yfir í Gufunes og vegur með ströndinni yfir í Eiðsvík. Vegurinn yrði þaðan tengdur Geldingarnesi með lágbrú og að lokum lægi vegurinn yfir Geldingarnes og þaðan yfir í Álfsnes með annarri brú.
Frá Viðey lægi síðan skipgeng hábrú yfir í Gufunes og vegur með ströndinni yfir í Eiðsvík. Vegurinn yrði þaðan tengdur Geldingarnesi með lágbrú og að lokum lægi vegurinn yfir Geldingarnes og þaðan yfir í Álfsnes með annarri brú."
Er ekki kominn tími til að klára þessa framkvæmd - á besta hátt með Sundabrautargöngum - í stað þess að koma endalaust með vondar tillögur sem einungis verða til þess að fresta nauðsynlegum samgöngubótum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Athugasemdir
Í Viðey var blómleg byggð í nokkur hundruð ár.. það er kominn tími til að Viðey komist aftur á þann stall í stað þess að vera upp á punt.
En.. sundabrautina upp sem fyrst.. eða niður í göng.
Óskar Þorkelsson, 8.3.2008 kl. 21:07
Það er skoðandi að koma á fót lítilli, sjálfbærri "Öko" byggð á austasta hluta eyjarinnar - þar sem bílarnir eru skildir eftir í landi - rafmagnslest gangi út í eyjuna frá Gufunesi - og rafmagnsbílar sjá um innaneyjarsamgöngur!
En hugmyndir "áhugamannanna" er algjör nauðgun!
Hallur Magnússon, 8.3.2008 kl. 21:15
Það er spurning hvort ekki mætti setja þar upp hluta - sýnishorn af götum frá gömlu Reykjavík sem búið er að eyðileggja eða er í eyðileggingar hættu.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:43
Hvað er svona merkilegt við Viðey?
kobbi
. (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:49
Eg vil sjá þétta háhýsabyggð í öllum þessum eyjum og nesjum og orðið nauðgun er fáránlegt að nota í svona samhengi,,,,
Daði Hrafnkelsson, 9.3.2008 kl. 08:57
Þetta er náttúrulega svolítið "Spes" framsetning hjá Halli. Ráðgjafinn fer fram með miklu írafári og upphrópunum vegna hugmynda fólks um landnýtingu Viðeyjar. Því fer víðsfjarri að hægt sé að spyrða þessar hugmyndir við "nauðgun". Það eru vinsamleg tilmæli mín til bloggarans að hann temji sér betri siði á opinberum vettvangi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 09:54
Hilmar Þór!
Ekki get ég gert að því þótt myndlíkingin "nauðgun" fari illa í þig. En sú myndlíking er nákvæmlega lýsandi fyrir þau spjöll sem harðbraut sem skæri Viðey í tvennt myndi valda. Landnýting er eitt - td. með litlu Öko þorpu - sjálfbæru á austurhluta eyjarninnar - en 4 akreinar gegnum Viðey eru það mikil náttúrspjöll að ekkert lýsir því betur en myndlíkingin nauðgun á eynni.
Hallur Magnússon, 9.3.2008 kl. 11:40
Ég er innilega sammála því orði sem þú notar um þetta. Guð forði okkur frá því að sjá þetta í famkvæmd, ömurlegt að menn skuli einu sinni láta sér detta þessi firra í hug.
Varðandi brú vísast til þess sem hafa reynslu af Eyrarsundsbrúnni hafa sagt, nefnilega að á þeim slóðum fer vindstyrkur tæpast upp yfir það sem hér kallast sæmilega hressilegur strekkingur, en við þær aðstæður er brúin illkeyranleg. Hvernig myndi vera að keyra þess blessuðu hábrú í alvöru, íslensku roki?
Hins vegar líst mér vel á hugmynd um "öko" byggð...
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:51
Það er greinilegt að ekki eru allir á eitt sáttir með núverandi útfærslu Sundabrautar.
Þann 8/11/07 kom ég með eftirfarandi tillögur á bloggið hjá mér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/
Jarðgöng um Viðey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þann 4/12/07 var svo aftur bent á sömu tillögur um jarðgöng yfir Sundin blá
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/
Ekki er annað að sjá en að brúargerðarmenn hefi tekið vel undir þessar hugmyndir mínar í gær á visir.is um að nota Laugarnesið sem útgangspunkt og svo að vernda Vatnsmýrinni með því að búa til byggingarland út í Viðey :)
Brú um Viðey í stað Sundabrautar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frétt á Vísir.is http://www.visir.is/article/20080308/FRETTIR01/80308047
Þó er það tvennt sem að mælir gegn þessum nýju "gömlu" hugmyndum og það er að leikstjórinn Hrafn yrði ekki ánægður með að frá einhverja stóra stofnbraut í gegnum túngarðinn hjá sér. Mun fallegra væri að leggja einföld jarðgöng til að byrja með sem auðvelt væri síðan að tvöfalda eftir því sem umferð myndi aukast. Þetta myndi vernda þar með fallegt og dýrmætt landssvæði á Laugarnesinu.
Samkvæmt brúarhugmyndinni, þá þyrfti að beina allri skipaumferð utan um Viðey og þar undir RISA brú. Mun einfaldara hefði verið að snúa hugmyndinni við og vera með göng frá Laugarnesi út í Viðey og svo lágbrú frá Viðey yfir í Grafarvog!
Síðan er mun skynsamlegra að halda áfram með göngin í gegnum Viðey í beinni línu og þar áfram út í Geldingarnes frekar en að vera að búa til stóran hlykk fyrir þá umferð sem væri að koma eða fara norður. Ekki er ég viss um að Grafarvogur og fl. séu að sækjast eftir stórri umferðaræð í gegnum sín strandsvæði!
Í Viðey mætti síðan byggja upp stórglæsilega byggð eða þorp sem væri í anda gömlu húsanna í Reykjavík. Þangað mætti flytja mörg gömul hús og byggja upp sem verið er að fjarlægja út um alla borg.
Hér gæti verið á ferð stórkostlegt tækifæri fyrir Íslenska arkitekta og skipulagsfræðinga að hanna svona byggð alveg frá grunni í gömlum 1900 aldar stíl.
En fyrir þá sem hafa áhyggjur af stórfelldum vegaframkvæmdum sem myndu kljúfa eyjuna, þá er málið ekki flóknara en það að leggja göng undir eyjuna þar sem hæg væri að keyra upp úr göngunum á 2 -3 stöðum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.3.2008 kl. 13:57
Varðandi Öko hugmyndina þín Hallur, þá má t.d. líta til þess sem Finnar hafa gert á Suomenlinna í Helsinki:
http://www.suomenlinna.fi/index.php?menuid=3&lang=eng
Sigurður Vilhelmsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:54
SigurðurQ!
Ég hef einmitt skoðað svona Öko byggðri bæði í Finnlandi og Svíþjóð.
Spennandi fyrirbæri - og henta vel í austurhluta Viðeyjar þar sem hefð er fyrir byggð.
Tel hins vegar að umhverfið kring um Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju eigi að halda sér - og ekki 4 akreina braut yfirboð eyjarinnar.
Kjartan!
Líst ágætlega á legu brautinnar hjá þér - en´sé enga ástæðu til þess að koma upp á yfirborðið í Viðey! Göngin eiga bara að fara undir eyna!
Hallur Magnússon, 9.3.2008 kl. 15:06
Sæll Hallur,
Alveg sammála, best væri líklega að heilbora göng langleiðina út á Kjalarnes og vera með nokkur op upp á yfirborðið þar sem við á. Síðan mætti búa til nokkrar stofnleiðir út frá þeirri leið og fengist þá mun betri og dreifðari umferð um svæðið frekar en að vera að búa til eitt stórt umferðarmannvirki með 4 akreinum. Það gæti verið góð hugmynd að flytja Árbæjarsafn út í eyjuna og byggja svo hverfi í kringum það í svipuðum stíl. Ég er líka hrifin af þeim hugmyndum um umhverfisvæna umferð í eyjunni sem gæti þá verið rafdrifin eða léttlest í anda þess sem finna má í Strassborg og svo yrði öll umferð mengandi ökutækja bönnuð :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.3.2008 kl. 16:56
Sæll Hallur.
Mér dauðbrá þegar ég sá að Sundabrautin ætti að sleikjast utan í Viðey. Vona að það verði skynsemi í þessari útfærslu sem allra fyrst.
Sveinn Hjörtur , 9.3.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.