Hvaða borgarfulltrúi setur niður borgarstjórn?
6.3.2008 | 09:00
Ólafur Friðrik Magnússon missti sig á borgarstjórnarfundi í vikunni þegar hann fékk eðlilega, en óþægilega spurningu frá öðrum borgarfulltrúa. Ólafur sagði reiður að borgarstjórn "setti niður við nærveru borgarfulltrúans".
Ég hef verið hugsi yfir þessu upphlaupi borgarstjórans og velt því fyrir mér hver borgarfulltrúanna setji helst niður borgarstjórn, en eins og menn muna treysta einungis 9% landsmanna borgarstjórn sem Ólafur Friðrik leiðir sem borgarstjóri.
Í ljósi þessa hef ég sett upp skoðanakönnun þar sem spurt er: "Hvaða borgarfulltrúi setur niður borgarstjórn".
Þá er ég ekki að kalla eftir þekkingu á mati Ólafs Friðriks - heldur skoðunum ykkar!
Endilega takið þátt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver var spurningin?
Júlíus Valsson, 6.3.2008 kl. 10:12
Spurt var hvort það gæti verið að Ólöf Valdimarsdóttir, aðstoðarmaður Ólafs Friðriks, hefði veitt borginni ráðgjöf um að rífa ætti húsin við Laugarveg 4 og 6.
Rétt svar við því ku vera já, hún kom að því sem starfsmaður verkfræðistofu sem hún vann hjá.
Hallur Magnússon, 6.3.2008 kl. 11:07
Ég er líka hugsi. Hugsi yfir orðavalinu, hefði ekki verið réttara að segja "setti ofan við nærveru borgarfulltrúans" nema þeir hafi verið að setja niður kartöflur eða eitthvað slíkt.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.3.2008 kl. 11:14
Matthildur!
Sammála þér um orðavalið! Ég hefði sjálfur frekar notað "setti ofan...". En við þurfum að eiga það við Ólaf Friðrik. Hann beitt þessu orðavali "setti niður...".
Hallur Magnússon, 6.3.2008 kl. 11:17
Borgarstjórn hefur sett niður af völdum Vilhjálms og Ólafs F.
Ólafur settist niður í borgarstjórastólinn. Þegar hann stendur upp úr honum er það aðeins til að bulla tóma steypu.
Theódór Norðkvist, 6.3.2008 kl. 11:48
Hver svo sem hópurinn er þá setur þann hóp niður við nærveru einhverra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins sem að hafa lengi verið sóðapólitíkusar, stundað sóðapólitík með aðdróttunum, svikum og ósannindum. Óskar Bergsson virðist ætla að feta í fótspor Björns Inga Hrafnssonar með sinni framkomu. Björn Ingi sem að var svo mikill sóðapólitíkus að hans eigin flokksmenn gátu vart við unað að hann sæti sem borgarfulltrúi.
Jóhann Pétur Pétursson, 6.3.2008 kl. 20:45
Frá því í október hefur þetta verið fullkomlega samstillt átak borgarfulltrúa allar flokkanna. Þeir bera óskoraða og sameiginlega ábyrgð á 9% traustsniðurstöðu borgarstjórnar.
Ég held það hafi jafnvel frekar verið framkoma og orðfæri borgarfulltrúa sem hafa keppst við að saka hvern annan um óheiðarleika, spillingu og nú ofangreind ummæli. Þegar umræðan er komin í leðjuslag sem þennan er auðvitað allur trúverðugleiki farinn fyrir bý auk þess sem gjörsamlega útilokað er að ná niðurstöðu í því máli sem rætt er um, hvað mál sem það er.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.3.2008 kl. 23:16
Ég hefði viljað geta merkt við fleiri nöfn í könnuninni. t.d villa hinn góða , ekki bara hann Ólaf Fal.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.