Kaupþingssigur og vonandi fyrirboði um að vextir á teknum íbúðalánum banka verði ekki 7,80% haustið 2009

Það eru gleðileg tíðindi að Kaupþing hafi náð á svo myndarlegan hátt að fjármagna sig næstu mánuðina á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag bankans sagði til um! Enn einu sinni brjóta íslensku bankarnir neikvæða umræðu erlendis á bak aftur. Ég tek ofan fyrir drengjunum í Kaupþingi.

Vonandi verður þetta til þess að fjármögnunarvextir íslensku bankanna lækki það verulega að lántakendur íbúðalána þeirra muni ekki sæta óhóflegri hækkun íbúðalánavaxta við 5 ára endurskoðun á vöxtum haustið 2009 og mánuðina þar á eftir.

Reyndar skal því haldið til haga að vextir hækka ekki hjá Íbúðalánasjóði. Þeir sem tóku lán á 4,15% vöxtum munu halda þeirri vaxtaprósendu út lánstímann. Einnig skal haldið til haga að ekki eru öll íbúðalán bankanna með slíkum endurskoðunarákvæðum, en ljóst að bankarnir tapa verulegum fjármunum á þeim lánum sem ekki eru með endurskoðunarákvæði á meðan þeir geta ekki endurfjármagnað sig á lágum vöxtum.

Vextir verðtryggðra húsnæðislána bankanna sem veitt voru haustið 2004 og eru með fimm ára vaxtaendurskoðunar gætu hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Vonandi er nýjasta lántaka Kaupþings skref í þá átt að viðskiptavinir bankanna þurfi ekki að sæta slíkum ofurkjörum.

 


mbl.is Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Ég ætla rétt að vona það, er ein af þessum sem tóku þessi 4.15% lán !

Stefanía, 5.3.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: unglingur

"Reyndar skal því haldið til haga að vextir hækka ekki hjá Íbúðalánasjóði. Þeir sem tóku lán á 4,15% vöxtum munu halda þeirri vaxtaprósen[t]u... en ljóst að bankarnir tapa verulegum fjármunum á þeim lánum sem ekki eru með endurskoðunarákvæði á meðan þeir geta ekki endurfjármagnað sig á lágum vöxtum."

Höldum því einnig til haga að Íbúðalánasjóður hlýtur að sama skapi að tapa líkt og bankarnir ef hann getur ekki fjármagnað sig á lágum vöxtum. Þann kostnað borgar ríkið. Og ríkið... það er ég!

Og höldum því einnig til haga að ég, skattgreiðandi númer 94.338, sem keypti ekki íbúð er að borga niður vextina hjá þeim sem það gerðu með lánum frá Íbúðalánasjóði. Hver er sanngirnin í því? Mega þá ekki, svona með jafnaðarsjónarmiðið í huga, allir þeir sem eru með lán hjá bönkunum biðja um vaxtaniðurgreiðslu frá ríkinu (ég veit um vaxtabæturnar, þeir sem tóku lán á hjá ÍLS fá þær líka hvort eð er...)?

Ó er ekki Íbúðalánasjóður yndislegt fyrirbæri? Aðkoma hans að íbúðamarkaði tryggir sanngirni og að allir geti eignast þak yfir höfuðið án þess að nokkur beri aukakostnað af því nokkurn tímann eða á nokkurn hátt... 

unglingur, 5.3.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti unglingur.

Ég verð að hryggja þig með því að báðar ályktanir þínar eru rangar.

Í fyrsta lagi þá hefur Íbúðalánasjóður fjármagnað útlán sín út allan lánstímann á vöxtum sem eru lægri en útlánavextir. Það hafa bankarnir ekki gert og þurfa því að endurfjármagna sig.

Í öðru lagi þá er enginn að greiða niður vexti Íbúðalánasjóðs.

Í þriðja lagi ... já Íbúðalánasjóður er yndislegur

Hallur Magnússon, 5.3.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Priseksempel Førstehjemslån

Lånebeløp kr 1.700.000, innenfor 100 % av kjøpesum og 20 års løpetid, for programkunder. Nominell rente 6,20 % p.a. Annuitetslån med effektiv rente 6,43/6,42 % p.a. inkl etabl.omk. kr 1750/750 og termingebyr kr 30. Prisen er per 19.02.08 og kan bli endret.

 

Hér er venjulegt lán í norskum banka til þeirra sem eru að kaupa eign í fyrsta sinn.. ég sé ekki betur en að þessi kjör séu betri en þau sem Kaupþing fær..

Óskar Þorkelsson, 5.3.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Já!

En vissir þú að vextirnir eru breytilegir - ogsambærilegir vextir í Noregu voru 3,5% fyrir tveimur árum?

Hallur Magnússon, 5.3.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég veit allt um það Hallur enda bjó ég þarna árum saman og hef hug á að fara þangað aftur því hér er ekki búandi fyrir vaxtaokri bankanna.

Óskar Þorkelsson, 6.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband