Viðbrögð komin frá Hönnu Birnu, Gísla Marteini, Óskari Bergs og Þorbjörgu Helgu!

Óskir okkar í Bústaðahverfinu um "1,2 og Réttarholtsveg í stokk!" og "1,2 og öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg!" verða væntanlega til umfjöllunar í borgarkerfinu á næstunni ef marka má viðbrögð þeirra Hönnu Birnu, Gísla Marteins, Óskars Bergssonar og Þorbjargar Helgu við tölvupósti sem ég sendi borgarfulltrúum fyrir helgi það sem bent var á bloggið mitt "Ólafur Friðrik: 1,2 og Réttarholtsveg í stokk!"

Ég geri ráð fyrir að aðrir borgarfulltrúar hafi einnig sett sig inn í málið þótt ég hafi ekki fengið frá þeim viðbrögð. Vonast þó til þess að Ólafur Friðrik sendi mér meldingu og skýri okkur frá afstöðu hans til þess að tryggja öryggi barnanna okkar með því að setja Réttarholtsveg í stokk og tryggja öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg.

Ágætu borgarfulltrúar!

Takk fyrir svörin. Ég treysti því að þið klárið þetta mál í snatri með sóma.

Íbúar Bústaðahverfis! 

Höldum borgarfulltrúunum við efnið - og hættum ekki fyrr en öryggi gangandi vegfarenda á Bústaðavegi og Réttarholtsvegi hefur verið tryggt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Athyglisverðar hugmyndir.. ég vil benda á nokkrar færslur af þessu bloggi um bættar samgöngur í rvk..

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/

Óskar Þorkelsson, 3.3.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband