Samgönguráðherra í ógöngum með Sundabrautargöng

Það gengur hvorki né rekur hjá samgönguráðherra sem er komin í ógöngur með Sundabrautargöng þar sem hvorki gengur né rekur hjá ráðherranum að taka ákvörðun þegar ráðherrann ætti að gera gangskör í því að klára málið, enda getur hann gengið að öllum nauðsynlegum forsendum fyrir pólitískri ákvörðun svo unnt sé að ganga í málið og ákveða að leggja Sundabraut í göng.

Þessí stað felur ráðherrann sig á bak við umhverfismatsskýrslu sem breytir engu í því að ráðherrann ann geti tekið pólitíska ákvörðun um að leggja göngin, eins og þverpólitísk samstastaða er um í borgarstjórn, hjá nágrannasveitarfélögum, öllum íbúasamtökum sem að málinu koma, formanni flokks samgönguráðherra og samflokksmanns hans sem situr sem formaður samgöngunefndar!

Þá liggja allar jarðboranir fyrir og klárt að jarðfræðilega er ekkert til fyrirstöðu

Hvað er að?  Hvenær urðu Siglfirðingar svona gangafælnir? Hvers vegna vill samgönguráðherrann tefja málið að óþörfu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Aðalskipulag Reykjavíkur er hugsanlega 1000 sinnum stærra klúður en Grímseyjarferjan og stenst ekki umhverfislög. Það stenst ekki að senda alla vestur í bæ, þegar betri lausn er á borðinu.

Sturla Snorrason, 31.1.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband