Þjóðin að yfirgefa krónuna!
25.1.2008 | 18:12
Þjóðin er að yfirgefa krónuna. Gengisbundin lán heimilanna námu 138 milljörðum í desember. Þetta er í takt við niðurstöður skoðanakannana Capacent Gallup þar sem fram kom meðal annars að 42,6% þeirra sem telja sig munu festa kaup á næstu misserum gera ráð fyrir að taka myntlán - en ekki krónulán. Þetta hlutfall var einungis 9,7% í sambærilegri könnun í desember 2006.
Stjórnvöld geta ekki stungið hausinn í sandinn hvað þetta varðar. Mín skoðun er sú að við eigum að undirbúa inngöngu í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Fyrsta skrefið í því er að koma efnahagsmálunum í skikk. Annað að skilgreina samningsmarkmið okkar og í þriðja lagi að hringja í gamlan vin minn úr NCF - Finnan Olli Rehn og ganga frá þessu. Það ætti ekki að taka langan tíma.
Gengisbundin lán heimila í sögulegu hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur,
Niðurstaða skoðanakönnunar Capacent kemur ekki á óvart. Ég er sammála þér að þjóðin á að yfirgefa krónuna. Ég er hinsvegar ekki sammála þér að besta leiðin fyrir okkur Íslendinga sé að ganga í Evrópusambandið. Það held ég að sé ekki skynsamlegt. Skoðun mína á þessu má sjá á bloggsíðu minni sem er hér til vinstri undir "bloggvinir" "Svissneski frankinn og Ísland 2008"
Þetta virðist svo auðveld lausn hjá þér að ganga í EB. Svo þetta virki ekki sem venjulegt "gjamm" hjá þér svaraðu þá eftirfarandi !!
1. Hvað tekur langan tíma að koma efnahagsmálunum í "skikk" svo notað sé orð þitt að ofan ?
2. Hvernig ætlar þú að skilgreina samningsmarkmið okkar.
Síðan þarf að semja, er það ekki ! Hleypir EB okkur að samningaborðinu, osf.osf.
Birgir Guðjónsson, 25.1.2008 kl. 18:39
Skil efasemdir þínar Birgir.
1. Til að koma efnahagsmálunum í skikk þarf bara að koma Framsóknarflokknum aftur í ríkisstjórn (Nei, ég segi bara svona!)
Hins vegar erum við ekki eins langt frá skilyrðum myntsamstarfsins eins og margir halda. Núverandi ríkisstjórn gæti jafnvel klárað þau mál - þrátt fyrir núverandi verðbólguhvetjandi fjárlög.
Ég hef reyndar frekar verið svag fyrir færeysku krónunni - en svissneski frankinn gerir sama gagn.
2. Gefa stjórnmálamönnum 2 mánuði til að setja fram rök fyrir því að ganga EKKI í Evrópusambandið. Skoða þau örfáu atriði sem kunna að mæla gegn því - setja þau fram sem samningsmarkmið og leitast við að ná ásættanlegri niðurstöðu um þau atrið sem máli skipta.
Sé engin atriði sem við erum ekki hvort eð er búin að missa úr höndum okkar. Ekki tala um framsal fullveldis - það er farið!
Það tekur augnablik að semja. Það er ekkert sem stendur raunverulega útaf gagnvart ESB. ESB vill örugglega semja - þótt ekki væri nema því það er þægilegra að hafa okkur innan ESB - en sem viðhengi í EFTA
Hallur Magnússon, 25.1.2008 kl. 19:34
Fyrirgefið! Það eru bara ein rök fyrir því að taka ekki upp EURO (leggja niður krónuna) og það er að það kemur almenningi vel en valdasjúkum (fyrrverandi)stjórnmálamönnum illa. = Það verður ekki tekin upp önnur mynt í bráð.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 25.1.2008 kl. 20:34
Sælir. Ekki gleyma því að íslenkir lántakar hafa lengi búið við að verðtrygging veldur því að menn lána óábyrgt inn á þennan blessaða markað, sennilega vegna þess að mönnum finnst gott að vera gyrtir. Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar hafi legið vel fyrir höggi og ungir íbúðakaupendur fái megnið af því í hausinn auk þeirra sem borga hærri fasteignaskatta. Væri nú ekki betra að kíkja á hag borgríkjanna sem hafa hag neytenda að einhverju leiðarlósi í dag.
Gunnlaugur Einarsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:34
Ég er fylgjandi því að taka upp euro og kaus um það í SE fyrir nokkrum árum.. svíar sjá talsvert eftir því að hafa haldið skr og danir virðast vera að gefa sig líka.
Minn vinnuveitandi vill fá að gera allt upp í euro þar sem hækkanir erlendis koma illa út í isk.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2008 kl. 10:02
Ragnar Örn.
Aðild að Evrópusambandinu breytir engu í því tilliti sem þú ert að tala um.
Kveðja
Hallur
Hallur Magnússon, 26.1.2008 kl. 13:04
EU mundi standa vörð um einmitt þetta sem þú ert að halda fram Ragnar Örn. Þar eru stífar reglur varðandi aðbúnað, launakjör hverskonar.. sme ekki virðast vera hér á landi og að auki þá er verðtrygging ekki leyfð í EU. win win fyrir okkur þrælana.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2008 kl. 13:16
Það er ekkert í ESB sem bannar verðtryggingu. Það er misskilningur.
Hins vegar er lítil hefð fyrir slíkum lánum
Kv
Hallur
Hallur Magnússon, 26.1.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.