Ökum frekar undir Réttarholtsveginn

Það eru ekki góð tíðindi að umferð um Réttarholtsveg aukist enda umferð gangandi barna og unglinga mjög mikil yfir þessa götu sem er í miðju íbúðahverfi og slítur sundur skólahverfi.  Það er hins vegar jákvætt að borgaryfirvöld hyggist bregðast við með undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur eða að setja akandi umferð í göng.

Ég mæli með því að akandi umferð um Réttarholtsveg verði sett í göng frekar en að byggð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Þannig er einnig hægt að gera meira úr umhverfi svæðisins við Réttarholt, en á þessu svæði eru tveir grunnskólar, leikskóli og félagsaðstaða fyrir aldraða.

Ég óttast reyndar að umferðamannvirkin á horni Réttarholtsvegar og Sogavegar muni ekki anna aukinni umferð - en ég er reyndar ekki sérfræðingur á þessu sviði.


mbl.is Umferð um Réttarholtsveg aukist um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mæltu mann heilastur.

Ég kvíði því ef umferð um Réttarholtsveg eykst, hún er nóg fyrir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.1.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband