Fyrirmyndar fyrirmynd - Margrét Lára!
28.12.2007 | 21:49
Ţađ var afar ánćgjulegt ađ sjá Margréti Láru Viđarsdóttur kjörna sem íţróttamađur ársins 2007. Hún á ţađ svo sannarlega skiliđ ţessi frábćri knattspyrnumađur. Valiđ er einnig mikil viđurkenning fyrir kvennaknattspyrnuna á Íslandi sem hefur tekiđ ţvílíkum framförum á undanförnum árum - enda er íslenska kvennalandsliđiđ á alţjóđavísu framar karlalandsliđinu um ţessar mundir.
Verđ ađ játa ađ ţađ kom mér á óvart hversu góđ, innileg og innihaldsrík svör Margrétar Láru voru viđ spurningum fréttamannanna eftir athöfnina. Lagđi áherslu á ađ iđkendur íţrótta sem sköruđu framúr vćru fyrirmynd hinna yngri - og ţá skipti ekki máli hvort viđkomandi vćri sautján ára eđa farinn ađ halla ađ ţrítugu. Međ svörum sínum - og ađ sjálfsögđu árangri sínum og ţrautseygju - sýndi Margrét Lára ađ hún er fyrirmyndar fyrirmynd.
Ég fylgdist međ ţví ţegar kvennaknattspyrnan var ađ hasla sér völl fyrir 30 árum eđa svo. Átti margar vinkonur sem spiluđu fótbolta af mikilli ástríđu. Eđli málsins vegna fylgdist ég vel međ Víkingsliđinu - sem var fariđ ađ standa sig mjög vel - ţegar karlremburnar í stjórn knattspyrnudeildarinnar hreinlega lögđu liđiđ niđur - ţrátt fyrir dugnađ stelpnanna. Stelpurnar sundruđust - en nokkrar ţeirra áttu glćstan feril međ öđrum liđum. Skammast mín alltaf fyrir hönd félagsins míns ţegar mér er hugsađ til ţessa.
Ţađ var ţví sérstaklega skemmtilegt fyrir nokkrum árum ţegar Álfrún mín og félagar hennar í 4. flokki B urđu fyrstu Íslandsmeistarar Víkings í kvennaknattspyrnu. Vonandi mun Víkingur verđa á toppnum ţegar Gréta mín fer ađ banka á dyrnar í meistaraflokki - ef Guđ lofar - en ţađ eru vćntanlega svona 15 ár í ţađ!
Margrét Lára íţróttamađur ársins | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.