Kraftur í Landsvirkjun og Landsvirkjun Power?

Ég er dálítið ráðvilltur gagnvart hinu boðaða, nýja, íslenska ríkisfyrirtæki - Landsvirkjun Power - sem væntanlega mun hefja rekstur um áramót.  Verður það Landsvirkjun Power sem sjá mun um virkjanaframkvæmdir við Þjórsá - ef túlkun Landsvirkjunar um að fyrirtækið hafi heimild til þess að ræða og semja við landeigendur um virkjun á grundvelli Títan samninganna stenst - og að ríkið muni veita þeim heimild til virkjunar?

Gerði ráð fyrir að geta lesið mér til um það á vefsíðu Landsvirkjunnar - en svo er ekki. Verð því að treysta þeim glefsum sem ég hef heyrt og séð í fjölmiðlum.

Svona vegna eðlislægrar forvitni - og sem áhugamaður um hegðun stjórnmálamanna - langar mig líka að vita ýmislegt fleira er snertir félagið og er ekki Landsvirkjunar að svara eins og td:

Er einhver eðlismunur á aðkomu ríkisins að Landsvirkjun Power og aðkomu eigenda Orkuveitu Reykjavíkur að Reykjavík Invest?

Er minni áhætta í að setja opinbert fé frá ríkisfyrirtæki í áhætturekstur erlendis en að setja opinbert fé úr fyrirtæki í eigu sveitarfélaga í áhætturekstur erlendis?

Væntanlega fæ ég svör við þessu og ýmsu öðru er varðar málið á næstu dögum!


mbl.is Viðræðum við landeigendur við Þjórsá haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Sæll Hallur,

Starfsmenn  LV Power verða þeir 30-40 starfsmenn  LV sem  annast hafa utanumhald um verklegar framkvæmdir og undirbúning þeirra hjá LV til þessa.  Verði ráðist í byggingu  virkjana í neðri hluta Þjórsár verður LV ábyrg fyrir því enda kemur LV til með að eiga og reka mannvirkin.  LV mun hins vegar fá LV Power til að halda utan um framkvæmdirnar.  Þetta er ekkert öðru vísi en t.d. að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða (eins og fjölmörg önnur fyrirtæki) hefur unnið hörðum höndum fyrir LV á undanförum árum m.a. við að gera rannsóknarholur og fleira  við Þjórsá og þá með öruggu utanumhaldi  ofannefndra 30-40 menninga.

 Ég eftirlæt stjórnmálamönnunum að svara þér til um aðkomuna og áhættuna!

Kveðja,

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi LV

Þorsteinn Hilmarsson, 17.12.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Þorsteinn!

Skil ég þig þá rétt að strategian sé að Landsvirkjun Power haldi þá um verkþekkinguna á byggingu virkjana - hér og erlendis - en Landsvirkjun gamla einbeiti sér að rekstrinum hér heima eftir að þær hafa verið byggðar?

Mun Landsvirkjun Power þá einbeita sér að uppbyggingu virkjana erlendis - en ekki koma að rekstri þeirra eftir að þær hafa verið byggðar?

Svo það sé klárt og skýrt þá finnst mér þetta geta verið spennandi verkefni - eins og önnur útrásarverkefni í orkumálum.  Langaði að vita hvort og hvernig Landsvirkjun Power kæmi að verkefnum hér heima eða einungis erlendis. 

Skil að þú viljir ekki svara spurningum sem beint er að stjórnmálamönnunum :)

Þar finnst mér tvískinnungur oft á tíðum verða í gangi í þessum málum!  En látum þá svara því!

Hallur Magnússon, 17.12.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hallur.

     Landsvirkjunn hefur aldrei tekið á rekstarkostnaði sínum, né ´hvorki stjórn né forstöðumenn látnir bera ábyrgð á gerðum sínum, eins og afleiðu-samningunum síum.  Landsvirkjunn er í sjálfu sér fremur smátt framleiðsluf. og einfalt í rekstri, með veltu upp á rúma 20 milljarða.  Með um 210 starfsmenn á launaskrá, og þar af ca 130 á skifstofu. Launakostn sem nemur 12 % af heildarveltu, hlýtur að segja sér sjálft að þeir þurfi að létta á rekstrinum, og því stofna atvinnumiðlun fyrir verkefnalítið starfsfólk.

haraldurhar, 17.12.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband