Stórleikir í Egilshöll um helgina!

Það var margt stórleikja í knattspyrnunni þessa helgina. Ekki hvað síst í Egilshöllinni þar sem Reykjavíkurliðin voru að leiða saman hesta sína í yngstu aldursflokkunum. Glæsileg tilþrif og mikil gleði hjá guttunum og tátunum sem voru á aldrinum 5 til 9 ára.

Það var mætt báða dagana á mínu heimili. Magnús 7 ára lék með 7. flokki Víkings - og Styrmir 9 ára lék með 6. flokki. Stóðu sig frábærlega - eins og mörg hundruð annarra barna.

Það eru ótrúlegir taktar sem sést hjá þessum börnum - miklu betri en ég og mínir félagar í Víkingi voru á sama aldri - þótt nokkrir þeirra hafi orðið atvinnumenn - Arnór, Lalli, Heimir, Steini!

Ein ástæðan er náttúrlega þær miklu úrbætur á aðstæðum sem orðið hafa undanafarin ár. Það er ekki hægt að bera saman glæsileg knattspyrnuhús nútímams og gömlu malarvellina sem spilað var á í gamla daga. Maður var að plokka mölina af Víkingsvellinum úr sárunum á lærum og leggjum langt fram eftir hausti þegar vetrarveðrið stoppaði fótboltaæfingarnar. En þá tók reyndar bara handboltinn við!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband