Mikilvægt að takmarka innheimtukostnað!

Ákvæði sem heimilar viðskiptaráðherra að takmarka í reglugerð hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar er mikilvæg neytendavernd. Það er með ólíkindum hvað innheimtukostnaður getur sumastaðar orðið hár á fyrstu stigum innheimtu, kostnaður sem virðist langt umfram það sem eðlilegt getur talist og gerir klárlega gott betur en að standa undir innheimtukostnaði.

Nú er ég ekki að mæla því mót að menn standi ekki í skilum - en tímabundin fjárhagsvandræði geta alltaf komið upp - td. vegna veikinda, atvinnuleysis eða jafnvel vegna óléttu!!!

Það gengur ekki að óhóflegur innheimtukostnaður verði til þess að koma mönnum á kaldan klaka - markmiðið hlýtur að vera að ná sanngjarnri lendingu fyrir skuldunauta jafnt sem lánadrottinn.

 


mbl.is Heimilt að setja þak á innheimtukostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fagna allri umræðu um þessi mál og furða mig jafnframt á því hvað við Íslendingar erum sljóir og seinir að taka við okkur þegar seilst er í vasana okkar. Ég hefði viljað sjá öflugan stjórnmálaflokk neytenda í framboði fyrir síðustu kosningar. Það er stærsta pólítíska málið að mínu mati, hvernig við getum framfleytt okkur og börnum okkar af launum okkar. Bankar taka sífellt stærri hluta af innkomu okkar og vildi ég gjarnan að starfsemi innheimtufyrirtækja verði skoðuð.

Stýrimenn banka hafa tekið upp á þeirri græðgislegu athöfn að senda tveggja mánaða vanskil í innheimtu hjá sérstökum fyrirtækjum. Það stingur að þetta gera þeir rétt undir mánaðarmót, sem er útborgunardagur flestra - og hirða fimmþúsund krónur fyrir. Það sinnum dáldið margir er drjúg innkoma en hrikalega siðlaus. Er ekki nóg að borga dráttarvexti af þessu. Hvað skyldu þeir þéna mikið á þessum ,,traustu trössum".

Þorgerður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband