Krefjumst virðingar fyrir manneskjunni sem einstaklingi!

Ingibjörg Sólrún á heiður skilið fyrir viðbrögð sín gagnvart bandarískum stjórnvöldum í kjölfar ómannúðlegrar framkomu bandarískra landamæravarða gagnvart íslenskum ríkisborgara. Við eigum ekki að láta bjóða okkur framkomu af þessu tagi.

En við eigum reyndar að ganga lengra en þetta með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi.

Við eigum ekki að sitja þegjandi hjá þegar við horfum upp á framkomu bandarískra stjórnvalda td. gagnvart föngum í Guantanamo og gagnvart íröskum ríkisborgurum sem niðurlægðir hafa verið í fangelsum bandaríska hersins í Írak.

Við eigum heldur ekki að sitja þegjandi gagnvart öðrum ríkjum sem telja sig yfir mannréttindi hafin þegar þeim hentar. Þá skiptir ekki máli hvort ríkið heitir Bandaríki Norður Ameríku, Kína, Rússland, Saudi Arabía eða Ísrael!  Við eigum að halda á lofti kröfunni um að stjórnvöld alls staðar í heiminum umgangist meðborgara sína af virðingu - óháð meintum lögbrotum þeirra.

Og að sjálfsögðu eigum við að gera þá kröfu til okkar sjálfra. Ekki viss um að við stöndum okkur alltaf allt of vel á þessu sviði ...


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Heyr! Heyr!

Viðar Eggertsson, 13.12.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Þurfti handjárn á eina íslenska konu til að við vöknuðum?

Jóhannes Snævar Haraldsson, 13.12.2007 kl. 23:33

3 identicon

ég held það sé enginn að fara vakna

Kristján (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ísland úr NATO og alls ekki öryggisráð S.þ...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.12.2007 kl. 01:03

5 identicon

Ingibjörg er með næstum 2 milljónir á mánuði ! Fyrir ekkert.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er rétt, að það "skiptir ekki máli hvort ríkið heitir Bandaríki Norður-Ameríku, Kína, Rússland, Saudi Arabía eða Ísrael!", en þá var líka ástæða til að spyrja, af hverju jafn-stórtæk ríki í mannréttindabrotum og Kína og Rússland eru sjaldan gagnrýnd hér miðað við t.d. Bandaríkin og Ísrael? Þar að auki eru margir Palestínu-Arabar, m.a. í Gaza, fjarri því að virða mannréttindi saklausra Ísraelsmanna -- hafa á einu ári skotið frá Gaza 2000 flugskeytum og drepið um 135 ísraelska borgara og sært enn fleiri. Íslenzkum sjómanni var fleygt í ömurlegan fangaklefa í Jemen í heilan mánuð fyrir að eiga eina vínflösku, en heyrðust þá einhver mótmæli frá íslenzkum stjórnvöldum? Hugsum líka um heildarmyndina í stað þess að einblína í eina átt.

Jón Valur Jensson, 14.12.2007 kl. 04:28

7 identicon

Ég get verið sammála því að við eigum ekki að horfa aðgerðalaus á mannréttindabrot. Við eigum heldur ekki að vera að tala um misrétti stríðs þegar við erum með tengsl við stíðið sem geysar í Írak. Hvað héldum við; að þetta stríð yrði mannúðlegt, að engin mannréttindi yrðu brotin? Það þýðir ekkert að bakka þegar búið er að gefa grænt ljós.

Svo er það nú bara staðreynd að málefni þessarar stúlku eru máli blandin, hún braut amerísk lög, landvistarlög og því er tekið á henni sem slíkri. Hvernig dettur okkur í hug að landamæraverðir í Bandaríkjunum taki eitthvað létt á því? Þetta er 300.000.000 manna þjóð, ekki 300.000.- 1.500.000 ólögskrásðra einstaklinga koma til Bandaríkjanna á hverju ári og milljónir afbrotamanna eru meðhöndlaðir ´ða hverju ári í þessu landi, margir hverjir huggulegir og saklausir í útliti sem segja; "Hvað, ég er bara að fara að versla í NY"! Þegar maður brýtur lögin þá er málið frekar veikt.

Hitt er annað mál að þetta er náttúrulega óþolandi. Hvers vegna þurfa Íslendingar, 300.000 hræður að gangast undir sömu lög og meðferðir og aðrar þjóðir. Hvers vegna er farið svona með ungar fallegar Íslenskar stúlkur sem í sakleysi sínu eru að fara í verslunnarferð til NY rétt fyrir jólin. Jú, vegna þess að við erum í stríði við Írak!!!

Stefan (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 05:46

8 identicon

Það mætti allveg taka til hjá útlendingastofnun, og kenna konunum í afgreiðslunni almenna kurteisi og ekki síst auka þekkingu þeirra á útlendingalögum.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:52

9 identicon

Eg er kominn yfir midjan aldur en thetta er i fyrsta skipti sem eg er stoltur af islenskum stjornmalamanni,nema kanski tha honum ola jo i fiskveidideilunum,thessi jonina er liklega eitthvad veik,annars ma hun skammast sin

Einar (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband