ATH! Opinber Íbúðalánasjóður í Bandaríkjunum!!!
11.12.2007 | 21:30
Í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið um "íbúðabanka ríkisins" vil ég gjarnan benda landsmönnum á annan af tveimur helstu OPINBERU ÍBÚÐALÁNASJÓÐUM í Bandaríkjunum! Andstæðingar hins íslenska, opinbera Íbúðalánasjóðs, hafa löngum haldið því fram að slíktur sjóður sé nánast séríslenskt fyrirbæri.
Ég hef ekki lengi haft nennu til þess að leiðrétta þennan misskilning um "sérstöðu" íslenska Íbúðalánasjóðsins með því að benda á hina bandarísku íbúðalánasjóði, Freddy Mac og Fanny Mae, sem reyndar geta sótt fé í alríkissjóð Bandaríkjanna ef illa gengur að afla lánsfjár, sem er meira en Íbúðalánasjóður getur gert gagnvart ríkissjóði Íslands.
Í fréttinni stendur: "Forstjóri Freddie Mac, bandarísks húsnæðislánasjóðs sem er að hluta til fjármagnaður með opinberu fé og er annar af tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins..."
Svo er nú það.
Annars ætla ég ekki að réttlæta það tap sem Freddy Mac stendur frammi fyrir - en það mun ekki hætta sjóðnum. Hann er að standa sína plikt sem samfélagslegur sjóður. Vegna þess hve sterkur hann er þá þolir Freddy Mac áföll sem þessi. Þess vegna getur hann lánað þeim sem eru í lægstu tekjuhópunum.
Hvað Ísland varðar þá get ég fullvissað fólk um að hinn íslenski Íbúðalánasjóður sem rekinn er sem sterkur, sjálfbær samfélagslegur sjóður, mun í fyrirsjáanlegri framtíð væntanlega ekki tapa útlánum í því mæli sem opinberu Íbúðalánasjóðirnir í Bandaríkjunum er að gera. Hins vegar er hann - á meðan hann getur lánað öllum hóflegt húsnæðislán - vel í stakk búinn að taka við slíkum áföllum í framtíðinni - ef atvinnuleysisvofann fer að gera vart við sig á ný eftir 16 ára dvala!
Útlit fyrir frekara tap hjá Freddie Mac | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Það kom mér nú á óvart sem stóð í fréttinni að Freddie Mac væri að hluta til fjármagnað með opinberu fé. Eftir þvi sem ég best veit (og stuttlegt wiki-tékk staðfesti það) þá eru Fannie Mae og Freddie Mac sjálfstæð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og fá engar tryggingar eða lán frá alríkisstjórninni. En þau hafa sérstaka stöðu sem "government-sponsored enterprise" - þótt það sé æði óljóst hvað slíkt eigi að þýða.
Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:34
Þetta er hárrétt hjá Andra í athugasemd hér að ofan, Fannie M & Freddie Mac ( eru "g.sponsored ent.price) Þannig að það er enginn opinber íbúðarlánasjóður í USA. Hver man eftir Saving and Loan um 1980 sem var miklu alverlegri fjármálakreppa en staðan sem uppi er í dag. Þegar sú bankastofnun komst í veruleg vandræði þá kom til kasta alríkistjórnar og hún kom inn í reksturinn og seldi síðan hæstbjóðanda eða völdum samstarfaðilum ( man ekki alveg hvort var ). það er átt við með F&F sjóðunum.
Eftir þessa leiðréttingu mun efnahagur USA blómstrar sem áður fyrr. Við þurfum mjög líklega og fljótlega að hafa áhyggjur af 1 trilljón dollara "bad debt" í bankakerfi Kína. En þessar tölur eru um tveggja ára gamlar og eru komnar frá ráðgjafarfyrirtækinu Price Waterhouse. Þær voru þaggaðar niður með valdboðum frá æðstu stjórnendum kínverska kommúnistaflokksins.
Head to Head: The Coming Economic Battle Among Japan, Europe and America samdi rektor MIT árið 1992.
Í þessari bók er minnst á Kína á tveimur síðum. Það er ekkert minnst á Indland eða Internetið sem sprakk síðan upp í stórum hvelli, árið 2000. Þetta ætti að kenn okkur að nota eigin dómgreind og setja stefnuna aðeins til 5 ára. Þvílíkur er hraðinn á heiminum og efnahagslífinu. og er það ekki bara skemmtilegt !!!
Birgir Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 00:57
Common, þekkir áróðursmeistari Íbúðarlánasjóðs virkilega ekki eðli systkinanna Fannýjar og Fredda? Talar eins og hann sé að heyfa af þessum sjóðum í fyrsta sinn í dag. Og til glöggvunar má geta þess að það að sjóður sé bandarískur þýðir ekki að hann sé rekinn af ríkinu. Skemmtilega heimóttalega framsóknarlegt blogg.
Haukur (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 01:02
Sumarið 2006 var ég í starfsþjálfun (internship) hjá Fannie Mae. Þessi
fyrirtæki hafa það verkefni að viðhalda flæði á húsnæðislánamarkaði
Bandaríkjana. Sem slík kaupa þau sérstök lán af fyrirfram tilgreindum
tegundum húsnæðislána af lánastofnunum og lánamiðlurum í USA. Þessi
fyrirtæki lána ekki einstaklingum og taka því ekki beinan þátt í
markaðnum. Aftur á móti er Fannie Mae til dæmis fyrrverandi rikisstofnun
og starfar enn undir svokölluðum "government charter." Því er fyrirtækinu
sett ákveðin takmörk af ríkinu sem miðast aðallega að því að aðstoða
tekjulægri einstaklinga með húsnæðiskaup en þó með óbeinum hætti í gegnum
lánastofnanir. Hins vegar má segja að uppi sé ákveðin skoðun að
Bandaríkjastjórn geti ekki leyft þessum fyrirtækjum að fara á hausin og því
sé hugsanlega einhvers konar óbein og óskrifuð ábyrgð sem ríkisstjórn
Bandaríkjanna mundi gangast við ef allt annað bregst.
Kristinn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:11
Takk fyrir þetta Kristinn.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því aðvið skoðuðum mjög vel Fannie Mae og Freddy Mac þegar við vorum að skoða mögluleika á því að gera ÍLS að heildsölubanka fyrir íslensk fjármálafyrirtæki - og fleiri aðila.
Hélt því dálítið á lofti á sínum tíma (2000-2002) að ÍLS væri líkara þessum fyrirtækjum en skandinavískum opinberum sjóðum - þe. tryggja hagkvæmustu fjármögnun til íbúðalána - en munurinn væri að ÍLS lánaði beint til einstaklinga - en þessi fyrirtæki til þúsunda banka, sparisjóða og samtaka. Ástæðan væri kannske að við erum bara 300 þúsund - en kanarnir örlítið fleiri! Prinsippið bak við tilvistina væri hins vegar í grunnið hið sams!
Hallur Magnússon, 19.12.2007 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.