Gamalt vín á nýjum belgjum!

Íslendingum hefur staðið til boða lán í erlendri mynt til íbúðakaupa hjá bönkum og sparisjóðum. Samkvæmt tölfræði Seðlabankans voru slík myntlán til íbúðakaupa um 25 milljarðar 1. október. Vextir slíkra lána á Íslandi hafa verið á því róli sem boðað er í hinum nýja Ingólfsbanka. Treysti gömlu íslensku bönkunum þó betur en Ingólfi þótt það sé jákvætt að fá erlendan banka inn á markaðinn.

Eðlilega eru slík lán ekki verðtryggð enda ekki veitt í örmynt eins og lán í íslenskum krónum. Hins vegar bera lántakendur alla gengisáhættu, þannig að afborgun af slíkum lánum getur sveiflast jafnvel um tugi prósenta frá mánuði til mánaðar.  Tuttugu prósenta gengissig breytir 20 milljón króna láni í 24 milljónir auk þess sem afborgun hækkar 20%. Einhver myndi væla ef slíkt gerðist á svo snöggum tíma í hefðbundnum íbúðalánum í íslenskum krónum.


mbl.is Íbúðalán á evrópskum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má kannski einnig benda á að það getur farið á hinn veginn. 22m króna lán tekið þegar gengisvísitalan er há getur lækkað umtalsvert ef gengisvísitalan lækkar.

Ellert (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Vissulega - en gengið hefur verið mjög hátt og meiri líkur á 20% veikingu krónunnar en 20% styrkingu.  Aðalmálið að fólk geri sér grein fyrir þessari áhættu

Hallur Magnússon, 11.12.2007 kl. 13:24

3 identicon

Ég skil ekki alveg hvað menn eru hræddir við gengis"ahættu" bankarnir vara okkur við þessu fyrirbæri af því að það á að vera svo slæmt. það má heldur ekki gleyma því að ef um 20% gengisfall krónunnar er að ræða þá kemur það mjög fljótlega inn í verðtrygginguna líka vegna hærra vöruverðs á innfluttum vörum.

tökum erlend lán og spörum erlendis segi ég. og frekar treysti ég þjóðverjum en íslenskum banka. 

Ævar (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:06

4 identicon

"þannig að afborgun af slíkum lánum getur sveiflast jafnvel um tugi prósenta frá mánuði til mánaðar"

Hversu oft hefur það gerst á undanförnum 10 árum að gengi breytist um meira en 10% á milli mánaða?

Ef gengið hækkar, hækkar þá ekki verðlag á Íslandi nokkuð svipað og þar með lánskjaravísitalan? 

Hins vegar skilst mér að verðlag sé tregara til að fara niður þegar gengi lækkar, ólíkt afborgunum af erlendum lánum?   

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:01

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Geir.

Það gerðist síðast nú í sumar að gengið breyttist meira en 10%. Þar áður fyrir um rúmlega það fyrir einu og hálfu ári. Mun vænanlega gerast aftur fyrr en síðar. Það sem skiptir máli í þessu er að fólk viti af þessari áhættu og  sé í stakk búið að taka á sveiflunum.  Hvað varðar áhrif gengi á verðtryggingu - þá mun það vera rúm 40% sem gengur gegnum verðtrygginguna til hækkunar á 18 mánuðum. 

Svo er það hin hliðin. Vegna eðlis annuitetslánanna þá dreifist hækkunin og kemur ekki fram að fullu í afborguninni strax - höggið verður ekki eins hart þegar það kemur.

Þetta eru hins vegar bæði kostir og kallar. Það sem skiptir máli er að fólk VITI af þessu og taki upplýsta ákvörðun um lántöku.  Yfirleitt eru vextir langtímalána erlendi breytilegir - ekki fastir. Það eru ekki mörg ár síðan vextir í Noregi -  voru yfir 10% á íbúðalánum.

Hallur Magnússon, 11.12.2007 kl. 15:54

6 identicon

Á vef seðlabanka Íslands er hægt að sjá gengisþróun frá degi til dags, frá mánuði til mánaðar og milli ára.  Ef meðal mánaðargengi Evru er skoðað fyrir hvern mánuð frá jan 1999, þá kemur í ljós að að meðalhækkunin milli mánaða er 0,14%  Mesta hækkun milli mánaða er frá mars - apríl 2006, 9,27% og svo frá febrúar - mars 2006, 9,14% Frá maí 2004 - nóv 2005 hafði gengið hins vegar lækkað um 17,2%, en á sama tíma hækkaði lánskjaravísitalan um rúm 7% og skuldir og afborganir í íslenskur krónum um jafn mikið.  Í sumar hækkaði Evran um 6,5% frá júlí  til ágúst, en hafði frá áramótum til júlí lækkað um 9,6%.   Á tímabilinu frá jan 1999 til des 2007 hefur everan hækkað um 12,2%.  Á sama tíma hækkaði lánskjaravísitalan um 52,4% eða að meðaltali 0,4% hækkkun milli mánaða. Það er meira en 4 sinnum meiri hlutfallsleg hækkkun.  Staðreyndin er sú að tveir aðilar hefðu tekið jafnstór lán í janúar 1999, annar í evrum og hinn verðtryggt í íslenskum krónum og að ef nafnvextir erlenda lánsis hefðu verði sömu og raunvextir verðtryggðalánsins og bæði lán hefðu verið annuitetslán, þá hefði afborganir og heildaskuld íslenska lánsins allan tímann verið hærri.  Sá sem tók erlent lán hefði getað lagt mánaðarlega inn á banka sömu upphæð og greiða þurfti fyrir íslenska lánið og greitt svo afborganir af erlenda láninu af reikningunum og samt átt helling inn á bókinn í dag ásamt því að skulda mun minna. 

Þegar þú talar um "tugi prósenta" milli mánaða, þá hugsar maður nú yfirleitt meira en 10%. 20 - 40% eru í mínum huga tugir prósenta.

Annuitestlán tekin á Íslandi lúta alveg sömu lögumálum og annúitestlán í tekin í erlendri mynt. Í upphafi er afborgunin sú sama á báðum lánum, en afborgunin af innlendu láni hækkar að meðaltali um 0,40% á milli mánaða en afborgunin af erlenda láninu hækkar að maðaltali um 0,14%.  Þegar upp er staðið borgar þú margfallt meira fyrir innlenda lánið, en getur lent í því að í sumum mánuðum eru útgjöld hærri, en í öðrum lægri.  Það gerir áætlangerð erfiðari, en til lengri tíma sparar maður helling.   Svo er hægt að dreifa áhættu með t.d. greiðsluþjónustu bankanna og sumir geta samið við vinnuveitenda sína um að hluti launa sé greiddur í evrum.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 18:44

7 identicon

Hallur þýðir ekki 20% gengissig af 20 millum að höfuðstóllinn hækkar um 4 m.kr. en ekki 2 m.kr.? Gallinn en jafnframt kosturinn við gengislán er að áhrif breytinga gætir strax, verðtryggingin hins vegar bætist við höfuðstólinn og vextir og vaxtavextir hrannast upp í gegnum árin. Geir rekur þetta mjög vel. Það er mjög erfitt að koma út í mínus til lengri tíma litið.

steini (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:03

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Rétt Steini! Ég var að hugsa um 10% sem urðu í sumar - reynar milli tveggja mánaða en ekki eins! Afsakaðu Geir ónákvæmnina - en fyrir fjölskyldurnar er áfallið jafn slæmt!

Hvað annuitetslán varðar - þá lúta þau sömu lögmálum hér og erlendis - en annuitetslánin eru bara ekki reglan, heldur undantekningin í erlendum lánum. Þegar litið er yfir langan tíma undanfarin ár er heildargreiðslan lægri í myntinni - en sveiflurnar meiri. Það eru ekki allir sem þola slíkar sveiflur - og þær koma fólki á óvart. Það voru markir sem lentu illa í því áárunum 2000!-2001 - nenni ekki að fletta upp hvort árið það var - þegar gengið féll verulega.

Hallur Magnússon, 11.12.2007 kl. 21:39

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vissulega sveiflast gengið. Munurinn á verðtryggðum krónulánum og gengistryggðum erlendum lánum er samt sá, að verðtryggingin veldur því að höfuðstóllinn hækkar stöðugt. Það á ekki við um gengistryggðu lánin. Þeim fylgir hins vegar sú áhætta að afborganir geta sveiflast talsvert og því er mikilvægt að lántakendur hafi borð fyrir báru.

Sé það svo rétt, sem haldið er fram, að þessi nýi banki muni bjóða lán á umtalsvert lægri vöxtum en íslensku bankarnir gera, fer því fjarri að þarna sé um að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Miklu frekar ætti þá að líta á þetta sem virka samkeppni erlendis fá, sem leiðir af sér lægra vaxtastig.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband