Tek undir með Talsmanni neytenda!

Ég tek undir vandaða og málefnalega gagnrýni Talsmanns neytenda á ákvæði í frumvarpi til laga um fyrningu kröfuréttinda. Í frumvarpinu er lagt til að lengja nýjan fyrningarfrest í kjölfar aðfarargerðar úr 4 árum í 10 ár. Talsmaður neytenda leggst eðlilega gegn þessu ákvæði þó hann mæli með þessu tímabæra frumvarpi að öðru leiti.

Sannleikurinn er nefnilega sá að erfiðleika fjölskyldna þeirra sem lenda í gjaldþroti eru nægir - þótt ekki verði farið að framlengja upp í 10 ár fyrningarfest í kjölfarið aðfararaðgerðar.

Minni enn og aftur á nauðsyn þess að styrkja embætti Talsmanns neytenda. Það er mikilvægt baráttumál neytenda.

Svo er nú það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið þín. Hef aðeins kynnt mér þetta frumvarp og finnst þessi lenging á fyrningunni skjóta skökku við í annars ágætu frumvarpi. Ég held að það hljóti að vera betra fyrir þetta þjóðfélag að fólk sem hefur orðið gjaldþrota hafi a.m.k. möguleikan, eins og nú er, á því að koma undir sig fótunum aftur, frekar en að halda því í fátæktargildru það sem eftir ævinnar. Held að þjóðfélagslegur kostnaður aukist, nái þetta ákvæði fram að ganga. Tjón vegna mislukkaðra lánveitinga á að vera borið af lánveitandanum (enda endurspegla vaxtakjörin það) sem "einskiptis-tjón" en ekki "tjón" sem allt þjóðarbúið þarf að taka á sig vegna skertra möguleika fólks, sem orðið hefur gjaldþrota, á að verða aftur fullgildir aðilar í leikverki hagkerfisins.  

Hagbarður, 27.11.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband