Óábyrg hegðun Icelandair
2.9.2020 | 11:20
Óábyrg hegðun Icelandair er að kosta fyrirtæki mitt hundruði þúsunda, en ég er í milljónaviðskiptum við félagið. Icelandair hefur undanfarnar vikur haldið til streitu allt of mörgum auglýstum ferðum þótt félagið viti að stórum hluta þeirra verði aflýst, í stað þess að auglýsa færri ferðir og standa við þær.
Icelandair hagar sér eins og þeir sem neyðast að fljúga með því komi einungis frá áfangastöðum Icelandair, en komi ekki með tengiflugi inn á áfangastaði Icelandair. Icelandair hefur verið að aflýsa ferðum með nánast engum fyrirvara, ferðum sem við höfum bókað far fyrir portúgalska starfsmenn okkar. Eðli málsins vegna þá koma þeir frá Portúgal á áfangastaði Icelandair með öðrum flugfélögum og halda áfram frá áfangastöðum Icelandair til Portúgal með öðrum flugfélögum.
Þótt Icelandair hætti við að fljúga og við getum fengið flug með félaginu síðar, þá breyta önnur flugfélög ekki farseðlum sínum eftir duttlungum Icelandair. Oft á tíðum eru þau fargjöld töpuð fyrir okkur og í öðrum tilfellum verðum við að greiða verulegan kostnað vegna breytinga á farseðli. Breytinga sem við vitum ekkert hvort dugi, því duttlungar Icelandair eru ekki fyrirsjáanlegir. Þau gætu frestað hvaða flugi sem er. Þessi hegðan félagsins sem ég sem skattgreiðandi er að fara að styðja með ríkisábyrgð á lánalínu verður til þess að fyrirtæki mitt mun ekki fljúga með Icelandair nema enginn annar kostur sé í boði.
Fyrst ég er að byrja að ræða Icelandair - þá er galið að veita Icelandair Group ríkisábyrgð, því Icelandic Group er í samkeppnisrekstri bæði á sviði ferðaskrifstofa og hótelreksturs. Ríkisábyrgðin verður að vera einskorðuð við flughluta samsteypunnar.
Meirihluta flugferða Icelandair aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt sinn flaug ég héðan frá Íslandi með Icelandair til London og þaðan með rússneska flugfélaginu Aeroflot til Moskvu en ferðataskan varð eftir í London vegna þess að flugvél Icelandair lagði of seint af stað.
Aeroflot sendi mér hins vegar ferðatöskuna ókeypis með leigubíl þangað sem ég var staddur, um 200 kílómetrum fyrir sunnan Moskvu, og ég gæti best trúað að Icelandair hafi fengið reikninginn fyrir leigubílnum.
Þorsteinn Briem, 3.9.2020 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.