Lýðræðið er frábært - nýtum okkur það!

Ég er frekar súr með blog.is núna.

Var að ljúka ítarlegri - og að mínu viti vandaðri grein sem hét "Við erum rík af góðum stjórnmálamönnum".

Fór þar yfir hversu mikið er af vönduðu, góðu fólki í öllum framboðum og fjallaði um marga einstaklinga og þau málefni sem þeir standa fyrir. Þegar ég ætlaði að vista og birta greinina eftir nær tveggja klukkustunda vinnu - þá fékk ég einhverja skritna meldingu - ekkert birtist - og allur textinn hvarf út í algleymið!

Hef ekki þrek til að skrifa þetta upp á nýtt og segi því það sem var undirliggjandi og helstu atriðin.

Lýðræðið er frábært - nýtum okkur það!

Það er fullt af góðu fólki í öllum framboðum sem á erindi á þing!

Ég get nefnt persónulega vini og kunningja í öllum flokkum - sem ég fjallaði dálítið um og um pólitík hvers og eins þeirra.

Get ekki sleppt því að fjalla um einn þeirra - VG konuna og fyrrum mágkonu mína Katrínu Thoroddsen Túliníus Møller Jakobsdóttur - sem er langflottust hjá vinstri grænum. Í fína pistlinum mínum fjallaði ég um það hversu vel hjörtu þeirra Eysteins Jónssonar og hennar hefði slegið í takt!!!

Get heldur ekki sleppt að minnast á mentor minn Jón Sigurðsson - sem er ærlegasti maður sem ég hef kynnst - og er ástæðan fyrir því að ég stóð upp á opinberum vettvangi og fór að skrifa um pólitík- eftir 12 ára hlé sem embættismaður. Kannske verður mér sparkað vegna þessa eftir helgi - en ég býst síður við því!

Fjallaði reyndar um tugi vina minna og kunningja í glataða pistlinum - en það var kannske bara inngangur að því sem ég vildi segja:

Ef þú kýst með hjartanu og hreinni samvisku - þá kýstu rétt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg Hallur minn og að þessu sinni er ég 100% sammála þér

Kópavogskellingin (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 08:10

2 identicon

Heill og sæll Hallur.

Velkominn aftur til mannheima "eftir 12 ára hlé...". Held nú raunar að þú hafir haft nóg að gera þessi þrjú kjörtímabil, en ekki beinlínis verið í hléi!

Jú, ég skal kjósa með hjartanu ...  en það slær nú mjög svipað og fyrir fjórum árum!

Kveðja, Sturlaugur

Sturlaugur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Nei, Hallur !! er þetta ekki einum of mikið að hæla STOP-STOP flokki sem vilja hafa af mér vinnuna.

,,Get ekki sleppt því að fjalla um einn þeirra - VG konuna og fyrrum mágkonu mína Katrínu Thoroddsen Túliníus Møller Jakobsdóttur - sem er langflottust hjá vinstri grænum”

Kv, Sigurjón af vondu fólki ,         X-D OG X-B fyrir framtíðina.

Rauða Ljónið, 11.5.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Síðbúin athugasemd gerð í aðeins einum tilgangi, að benda þér á handhægt trix.

Ég hef lent í svipaðri stöðu og þú, að glata efni við það að ýta á send. Þetta gerist einmitt oftast eftir að hafa setið lengi við og hefur oftast ýmsar tæknilegar skýringar sem óþarft er að fara í hér.

Það sem ég geri núorðið alltaf áður en ég ýti á "send/a" er örstutt og snöggleyst aðgerð:

CTRL+A, CTRL+C.

Sem sagt CTRL + A til þess að velja allan textann sem hefur verið í smíðum og þvínæst CTRL + C til þess að afrita textann í minni vélarinnar (clipboard).

Það hefur nefnilega það í för með sér að ef illa fer, þá getur maður bara beitt þriðju aðgerðinni, CTRL + V, og peistað (ok, límt) allt efnið inn aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Nú ef vel fer, eins og gerist í yfir 90% tilvika, þá brosir maður bara og heldur áfram. 

Njóttu vel :) 

Elfur Logadóttir, 19.5.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband