Flott hjá Faxaflóahöfnum sf.!
21.3.2007 | 22:20
Ég tek ofan fyrir stjórn Faxaflóahafna sf. fyrir að lýsa yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut og leiða þær til lykta eins fljótt og unnt er. Þetta er til fyrirmyndar og ekki eftir neinu að bíða. Þessi framkvæmd er gífurlega mikilvæg bæði fyrir landsbyggð og íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Treysti því að stjórnvöld segi játakk í hvelli! Þetta á ekki að þurfa að vera kosningamál.
Fyrst Faxaflóahafnir eru reiðubúnir að ganga í þetta verk nú þegar, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Vegagerðin gangi strax í það að tvöfalda Suðurlandsveg að Selfossi. Sorglegt dauðaslys á þeim vegi í dag undirstrikar þessa þörf.
Reyndar er með ólíkindum asnaskapurinn hjá samgönguyfirvöldum og Vegagerðinni að leyfa sér að leggja ófullkominn, nýjan veg yfir Svínahraun í stað þess að hafa veginn strax tvöfaldan og aðskilinn.
Þá á að sjálfsögðu að tvöfalda Vesturlandsveg á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum hið fyrsta.
Þótt þessar framkvæmdir fara af stað þá mega þær ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar samgöngubætur á landsbyggðinni - allra síst nauðsynlegar gangnagerðir. Við verðum að bora nokkur göt milli byggðarlaga svo fljótt sem auðið er til að tryggja nauðsynlegan styrk samfélaga úti á landi.
Meira um það síðar.
Svo er nú það!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.