Velgengni Magma Energy stórhættuleg?
4.9.2009 | 10:46
Það gengur vel hjá Magma Energy sem er að festa kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Í venjulegu árferði hefði þessi velgengni styrkt fólk í trúnni með að aðkoma Magma Energy að HS Orku og í framhaldinu innspýting fyrirtækisins á 700 milljónum dollurum í framkvæmdir á Suðurnesju væri til góða.
En svo virðist ekki vera hjá þeim sem fallið hafa í áróðursgryfju Vinstri grænna og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem greinilega eru á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið og á móti uppbyggingu á Suðurnesjum sem miklu máli skiptir fyrir atvinnu- og efnahagslíf landsins.
Nú er það stórhættulegt að Magma Energy gangi vel!
Halló!
Er ekki allt í lagi?
Reyndar verður að halda því til haga að borgarfulltrúarnir eru á öðru máli en ráðherrar Samfylkingarinnar sem eru með erlendri fjárfestingu og aðkomu Magma Energy - ef marka má fyrri orð sumra þeirra að minnsta kosti.
![]() |
Velgengni Magma vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)