Takk fyrir mig!
19.9.2009 | 14:54
Kæru lesendur!
Nú þegar Ólafi Þ Stephensen hefur verið sagt upp sem ritstjóra Morgunblaðsins hef ég ákveðið að hætta að blogga á mbl.is. Ég vil því þakka þeim 415.606 gestum sem lesið hafa blogg mitt frá því ég byrjaði að blogga á haustmánuðum árið 2007. Sérstaklega vil ég þakka þeim 289.674 gestum sem ómökuðu sig á að lesa pistla mína undanfarið ár.
Ég hef haft það sama að leiðarljósi á blogginu og ég hef haft í lífinu frá því á unglingsaldri - að segja það sem mér finnst - hvort sem það komi mér illa eður vel.
Ég vona að innlegg mitt hér á mbl.is undanfarin tvö ár hafi eitthvað haft að segja í þjóðmálaumræðunni - umræðu sem líklega hefur sjaldan verið eins frjó og undanfarin misseri - þökk sé þessum lýðræðislega miðli blogginu.
Kærar þakkir fyrir mig.
Kveðja
Hallur Magnússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)