Gamma hydroxybutyrate auglýsing í Mogganum?

Ég tel mig vera þokkalega upplýstan. En ég lærði heilmikið nýtt í tveggja síðna "auglýsingu" Morgunblaðsins um fíkniefnið Gamma hydroxybutyrate.

Ekki það að ég hyggist feta nýjar slóðir í notkun fíkniefna. Er að hugsa um að láta rauðvínsglasið - og í tilfellum konjakkglasið duga!

En afar í afar "vandaðri" og ítarleg umfjöllun Morgunblaðisins um Gamma hydroxybutyrate sem á íslensku kallast smjörsýra er meðal annars talið upp hvar er unnt að nálgast þetta fíkniefni - sem meðal annars hefur verið notað sem nauðgunarlyf.

Hver er tilgangurinn?   Er það rétt að beina íslenskri æsku inn á þá braut að nota Gamma hydroxybutyrate? Fíkniefnið er ódýrt, aðgengilegt, löglegt og hræðilega ávanabindandi!

"Fráhvörfin eftir margra vikna eða mánaða neyslu voru hrikaleg. Ég hafði ekki sofið dúr í sjö daga þegar ég var fluttur á sjúkrahús og þar var ég hreinlega svæfður eins og ég væri að fara í skurðaðgerð og látinn sofa í tvo sólarhringa með næringu í æð. Ég var algjörlega búinn að vera. Ofskynjanirnar eru líka skelfilegar. Þessi fráhvörf voru brútal,ég hef aldrei kynnst öðru eins" segir neytandi Gamma hydroxybutyrate í Mogganum.

Um fyrstu skipti neyslunnar segir smjörsýruneytandinn:

"Mér leið eins og ég hefði fengið mér 2-3 bjóra, varð allur léettari og átti auðveldara með að umgangast fólk"

Huggulegt ekki satt?

Ég er kannske orðinn svona fordómafullt og forpokað gamalmenni - en mér finnst þessi umfjöllun hafa mátt missa sín.

En væntnanlega eru einhverjir ósammála mér.

Vil að lokum hæla gamallri vinkonu minni Ragnhilid Sverrisdóttur fyrir afar afar vel og fagmannlega unna grein um Gamma hydroxybutyrate - eins og hennar er von og vísa!  En ég hefði talið dýrmætum kröftum hennar betur varið í að fjalla um annað - og látið sannleikann um Gamma hydroxybutyrate liggja áfram í kyrrþey.


Bloggfærslur 13. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband