Magnús Árni axlar ábyrgð - maður af meiru!
12.9.2009 | 18:57
Magnús Árni Skúlason hefur axlað ábyrgð sína á mistökum sem hann gerði. Magnús Árni er maður af meiru.
Það er vert að minna á að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem svaraði kalli þjóðarinnar um endurnýjun.
Framsóknarflokkurinn er einnig eini flokkurinn sem hefur axlað ábyrgð á mögulegum þætti sínum í aðdragandanum að efnahagshruninu.
Formaður Framsóknarflokksins og fyrrum ráðherrar flokksins hættu afskiptum af stjórnmálum, gáfu nýju fóki sviðið og glæsilegt 900 manna flokksþing kaus sér nýja forystu.
Sú forysta er ný Framsókn.
Magnús Árni var fulltrúi þeirrar nýju Framsóknar í þeim skilningi að val Magnúsar Árna í bankaráð Seðlabankans byggði fyrst og fremst á því að maðurinn er ágætur hagfræðingur og hefur mikla reynslu og þekkingu - ekki hvað síst í því sem snýr að fasteignamarkaði og fasteignalánamarkaði - sem er afar mikilvæg stærð þegar stefna Seðlabankans er mótuð.
Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök.
Magnús Árni er fulltrúi þeirrar nýju Framsóknar með því að axla ábyrgð á mistökum sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur í dag fengið á sig endalaust grjótkast - og úr glerhýsum - vegna mistaka Magnúsar Árna.
Nú þegar Magnús Árni hefur axlað ábyrgð sína - þá heldur grjótkastið áfram - úr glerhýsum. Núna af því hann segir af sér!
Já, það er vandlifað að vera Framsóknarmaður!
En grjótkastararnir ættu að hafa í huga eina af bestu setningu mannkynssögunnar:
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!"
![]() |
Fer fram á lausn frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins
12.9.2009 | 10:03
Mistök Magnúsar Árna Skúlasonar bankaráðsmanns í Seðlabankanum sem sýnir það dómgreindarleysi að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu eru mistök Magnúsar Árna en ekki Framsóknarflokksins.
Mér þykir miður að vinur minn hagfræðingurinn Magnús Árni hafi sýnt þetta dómgreindarleysi og gert þessi mistök. Ég hef hvatt hann til þess að segja af sér vegna málsins - sem mér þykir einnig miður - því ég batt miklar vonir við hann í bankaráði Seðlabankans vegna góðrar þekkingar hans og reynslu.
En það er ekki hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar Árna eins og fjölmargir grjótkastarar úr glerhúsum keppast við að gera þessa klukkustundirnar.
Við skulum halda því til haga að Magnús Árni er nýgenginn í Framsóknarflokkinn eftir áratugastarf innan Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu því að Magnús Árni tæki annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins - nýgenginn úr Sjálfstæðisflokknum.
Ekki vegna þess að Framsóknarmenn hefðu neitt á móti Magnúsi Árna.
Ekki vegna þess að Framsóknarmenn mátu ekki yfirgripsmikla þekkingu og reynslu Magnúsar Árna.
Heldur vegna þess að Framsóknarmenn vildu að Magnús Árni tæki þátt í störfum Framsóknarflokksins og sannaði sig þar áður en hann tæki eitt af efstu sætum framboðslista flokksins sem mögulega myndu skila honum á þing fyrir Framsókn.
Skipan Magnúsar Árna í bankaráð Seðlabankans byggði fyrst og fremst á því að maðurinn er ágætur hagfræðingur og hefur mikla reynslu og þekkingu - ekki hvað síst í því sem snýr að fasteignamarkaði og fasteignalánamarkaði - sem er afar mikilvæg stærð þegar stefna Seðlabankans er mótuð.
Þá var Magnús Árni í fararbroddi Indefence hópsins sem hélt uppi mikilvægum sjónarmiðum og málstað Íslendinga - sjónarmiðum sem nauðsynlegt er að séu reifuð innan stjórnar Seðlabankans.
Það er því afar miður að Magnús Árni hafi gert þessi afdrifaríku mistök.
Mín skoðun er sú að Magnús Árni eigi að segja af sér vegna þessar mistaka. Ég geri ráð fyrir að hann geri það.
Ítreka enn og aftur að mistök Magnúsar Árna eru ekki mistök Framsóknarflokksins heldur mannleg mistök hans. Það er því ómaklegt að ráðast að Framsóknarflokknum með skítkasti vegna þessa eins og gert er á netinu þessar mínúturnar.
Hins vegar má gagnrýna Framsóknarflokkinn ef flokkurinn tekur ekki af festu á málinu á næstu dögum - sem ég tel að ekki komi til þar sem ég trúi því að Magnús Árni muni segja af sér.
Vil að lokum minna á þaulsetu Jóns Sigurðssonar Samfylkingarmanns - sem fylgdi ekki frábæru fordæmi Sigríðar Ingadóttur flokkssystur sinnar sem sagði sig úr stjórn Seðlabankans vegna mistaka stjórnar bankans á sínum tíma.
Sá tvískinnungur stóð ekki í Samfylkingarfólki sem nú hefur grjótkast úr glerhúsi.
PS.
Magnús Árni hefur nú tjáð sig um málið við fréttasofu RÚV.
Hann vísar því á bug að hann hafi vegið að krónunni og ígrundar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði.
Sjá nánar í fréttinni "Íhugar meiðyrðamál vegna ásakana" á vefsíðu RÚV
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item298019/
![]() |
Gegn markmiðum Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)