Borgin heimili minnismerki sem reist verði með frjálsum framlögum
10.9.2009 | 12:53
Það er glimrandi hugmynd að finna minnismerki Helga Hóseasonar stað í borgarskipulaginu. En það er hræsni að leggja til að opinberir aðiljar fjármagni það minnismerki. Hið opinbera hefur hunsað kröfu Helga Hóseasonar um áratugaskeið og ætti frekar að heiðra minningu hans með því að viðurkenna kröfu hans um ógildingu skírnarsáttmálans fyrir sitt leiti.
Við sem höfum tekið undir áskorun um að það verði sett upp minnismerki um þennan sérkennilega og merka mann sem stóð fastur á sannfæringu sinni allt sitt líf - það erum við sem eigum að fjármagna minnismerkið. Okkur verður ekki skotaskuld úr því - þótt það sé kreppa. Við erum svo mörg.
Minningu Helga Hóseasonar er miklu betri sómi sýndur á þann hátt.
Reyndar eigum við minnismerki um Helga - hin frábæra heimildarmynd sem um hann var gerð!
![]() |
Borgin geri tillögu um stað fyrir minnisvarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
"We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"
Með þessum orðum hóf Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna ræðu sína í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þar sem forsetinn hélt þvílíkt brilljant ræðu þar sem hann hvatti þingið til þess að samþykkja tillögur sínar um úrbætur í heilbrigðiskerfinu.
Það er aðdáunarvert hvernig Obama heldur framsókn sinni áfram sem forseti Bandaríkjanna - og það ekki einungis í heilbrigðismálum.
"We did not come here just to clean up crisis, we came here to build a future!"
Þessa framsæknu setningu Obama ættu ríkisstjórn Íslands og Alþingi í heild sinni að gera að leiðarljósi sínu í vinnu næstu vikna og mánaða.
Þetta er nefnilega kjarni málsins.
![]() |
Obama krafðist aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Strákarnir farnir að minna á kvennalandsliðið á köflum!
10.9.2009 | 00:36
Karlalandsliðið er greinilega að rétta úr kútnum og nær því á köflum að spila af sömu gæðum og kvennalandsliðið í fótbolta!
![]() |
Pétur: Hefði viljað fleiri mörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |