Mikilvægt erlent fé inn í landið - ríkið ætlaði aldrei að kaupa hlut Magma!

Með sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut Orkuveitunnar í HS Orku til Magma Energy kemur dýrmætt erlent fé inn í landið.  Það hefur gleymst í umræðunni að undanförnu að Magma Energy mun greiða andvirði hlutsins annars vegar með staðgreiðslu og hins vegar með skuldabréfi sem er afar vel tryggt.

Þá hefur Magma Energy lagt fram áætlanir um að setja töluvert nýtt fjármagn inni í uppbyggingu á HS Orku.

Nýtt fjármagn inn í landið er einmitt það sem við þurfum nú á erfiðum tímum.

Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur vitað það í langan tíma að til stæði að orkuveitan seldu hlut sinn í HS Orku, enda Orkuveitan skikkuð til þess af samkeppnisyfirvöldum. Útboðsferli Orkuveitunnar hefur verið gagnsætt. Það átti ekki að koma neinum á óvart - og allra síst ríkisstjórninni - að Orkuveitan væri að selja hlut sinn þessa dagana.

Það er jafn ljóst að ríkisstjórnin hafði allan tíma í heiminum að ganga inn í fyrirliggjandi tilboð - ein sér eða með því að fá til dæmis lífyerissjóðina að málinu.  Það var bara enginn áhugi á því. Ríkið fékk lengri frest til að skoða málið - og niðurstaðan er sú sama.

Sannleikurinn er nefnilega sá að það er ekki vilji hjá ríkisstjórninni að Magma kaupi ekki hlut Orkuveitunnar. Það er alveg ljóst að núverandi iðnaðarráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra eru hæstánægðir með aðkomu Magma. Hins vegar urðu ráðherrar VG að friða stuðningsmenn sína með því að látast vilja láta ríkið koma að málinu. Það var og er fjölmiðlafarsi - sem við eigum að hafa skilning ár - þótt það hafi aldrei í alvöru verið ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga í málið.

Steingrímur og Svandís munu á næstu dögum væntanlega vera í fjölmiðlum með vandlætingarsvip og gagnrýna söluna. Það er hins vegar ekkert að bakið því. En við skulum hafa skilning á þessar pólitísku þörf þeirra - þau verða að halda andlitinu gagnvart flokksmönnum sínum.


mbl.is Magma fær hlut Orkuveitunnar í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Steingrímur að láta Orkuveituna vita af þessu?

Ætli Steingrímur J. muni láta Orkuveituna vita af því að lífeyrissjóðirnar muni kaupa meirihluta í HS Orku?  Eru lífeyrissjóðirnar búnir að samþykkja kaup á hlut Orkuveitunnar í HS Orku?

Ég bara svona spyr af því að Steingrímur var ekki búinn að láta stjórnarformanninn vita seinni partinn í gær - en tilboð Magma Energy rennur út í fyrrmálið.

Reyndar hefur það verið aðdáunarvert hvernig formaður Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrissons hefur haldið á málum vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy - þótt eitthvað hafi skort á tjáskipti fjármálaráðherra við OR.

Yfirvegun Guðlaugs Gylfa skilar hærra auðlindagjaldi frá Magma Energy


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband