Reykjavík heiðarleg og vönduð alþjóðleg fjármálamiðstöð!
29.8.2009 | 12:27
Íslendingar eru dálítið bældir þessa dagana þegar rætt er um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sumum finnst hugmyndin orðin tragikómísk jafnvel hljóma nánast eins og lélegur klámbrandari.
En það er engin ástæða til. Íslendingar eiga að bera höfuðið hátt og láta umheiminn vita að Íslendingar ætli áfram að taka þátt í fjármálalífi heimsins og setja á fót heilbrigða, heiðarlega og vandaða fjármálamiðstöð á Íslandi.
Það er nefnilega alveg ljóst að Íslendingar eiga fjöldan allan af vel menntuðu, vönduðu og góðu fólki í fjármálalífinu sem hefur nú yfir mikilli reynslu að ráða.
Það má ekki láta hrun bankakerfisins, mistök og glæfralega útrás einstakra fjárglæframanna verða til þess að gengisfella íslenskt bankafólk. Við eigum að snúa því sem við höfum gengið í gegnum upp i styrkleika til framtíðar! Við erum með mannafla og þekkingu til þess!
Hverjir eru betur til þess fallnir að byggja upp heiðarlega og heilbrigða alþjóðlega fjármálastarfsemi en þeir sem gengið hafa í gegnum hrikalegar afleiðingar mistaka á því sviði?
Við eigum að læra af mistökunum og deila þeim lærdómi með öðrum!
Við eigum að stefna að því að Reykjavík verði mikilvægur hluti alþjóða fjármálakerfisins.
Og við eigum að byrja þá uppbyggingu á mánudaginn.
![]() |
Semja verði aftur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)