Yfirvegun Guðlaugs Gylfa skilar hærra auðlindagjaldi frá Magma Energy

Það hefur verið aðdáunarvert hvernig formaður Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrissons hefur haldið á málum vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy. Ekki hvað síst eftir upphlaup fulltrúa Samfylkingar í stjórn Orkuveitunnar sem hélt fram hreinum rangfærslum í fjölmiðlum og í kjölfarið stóryrtar yfirlýsinga ráðherra VG sem greinilega töldu sig geta komið höggi á meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðsiflokks í borgarstjórn Reykjavíkur með upphlaupinu. 

Ekki gleyma að Orkuveitan var skikkuð af samkeppnisyfirvöldum til að selja hlut sinn í HS Orku þannig að Orkuveitunni var nauðugur einn kostur að selja - og hafði náð samningum við hæstbjóðanda - samningi sem tryggði eigendum Orkuveitu Reykjavíkur - okkur Reykvíkingum og fleirum - dýrmætt erlent fjármagn á krepputímum það sem lítið er um slíkt.

Í stað þess að taka þátt í póltísku moldviðri ráðherra VG og fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar tók Guðlaugur Gylfi á málinu af yfirvegaðri stillingu og kom málinu í þann farveg að veita ríkinu kost á koma að málinu og gera tilboð um kaup á þeim hlut sem Orkuveitan hyggst selja Magma Energy.

Það kom strax í ljós að háværar kröfur VG um að hluturinn ætti að vera áfram í íslenskri opinberri eigu - sem eðli málsins gat ekki verið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur vegna úrskurðar samkeppnisyfirvalda - voru innantómar og fyrst og fremst ætlaðar til að skaða meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Það var aldrei innistæða hjá fjármálaráðherra fyrir því að veita fjármagni til þess að ríkið gæti tekið yfir hlut sem selja á Magma í HS orku.

Það jákvæða við moldvirði VG er að aðkoma fjármálaráðherra mun væntanlega verða til þess að umdeilanlegt ákvæði um þann tíma sem leigutími HS Orku á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi mun styttast og auðlindagjald hækka.

Sú niðurstaða verður til þess að fjármálaráöherra - sem er klókur og öflugur stjórnmálamaður - getur haldið andlitinu. Það er gott - bæði fyrir ráðherrann, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku og Magma Energy.

En ekki gleyma því að það voru yfirveguð viðbrögð Guðlaugs Gylfa Sverrissonar formanns Orkuveitu Reykjavíkur sem gerðu þessar jákvæðu breytingar kleifar.


mbl.is Vilja hækka auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband