Trabant aftur draumabíllinn?
17.8.2009 | 09:56
Ég hef alltaf saknað gamla góða Trabantsins míns sem ég keypti nýjan á 78 þúsund krónur - líklega árið 1982. Trabantinn var skemmtilegur bíll. Frábær í snjó - en daprari upp brekkur. Ég var þó tekinn á 104 km á klukkustund UPP Ártúnsbrekkuna. Reyndar neðarlega í henni - því maður varð að þenja Trabbann eins og maður gat áður en haldið var upp brekkur - því annars var hraðinn ósæmilega lítill í efri hluta brekknanna.
Það fór því um mig gleðistraumur þegar í las í Mogganum í morgun að það væri von á nýjum Trabant!
Reyndar verður um að ræða rafbíll með sólarpanill á þakinu! Hefði dugað vel í borginni þetta sumarið!
Ég hlakka til að sjá aftur Trabant - draumabílinn. Aldrei að vita nema maður festi kaup á einum!!!
![]() |
Næsti Trabbi verður rafbíll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |