Angóla nýr kappvöllur Kínverja og Bandaríkjamanna?
10.8.2009 | 21:26
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Angóla í ferð sinni. Það vakti athygli að Clinton var afar varkár í orðavali þegar hún hvatti Angólamenn að boða til frjálsra forsetakosninga hið fyrsta og hversu mildilega hún gagnrýndi stjórnvöld í Angóla fyrir það sem miður hefur farið í landinu.
Það skyldi þó ekki vera að miklar fjárfestingar Kínverja í Angóla og stóraukin áhrif þeirra í landinu spili þarna inn í?
Það skyldi þó ekki vera að Angóla sé nýr kappvöllur Kínverja og Bandaríkjamanna í baráttunni um áhrif í Afríku - en Kínverjar hafa eins og kunnugt er beint mjög sjónum að Afríku að undanförnu og lagst í miklar fjárfestingar í álfunni.
Það má ekki gleyma því að Angóla er auðug af olíu sem er náttúrlega afar mikilvæg bæði fyrir Bandaríkjamenn og Kínverja!
Ég spái því að Angóla eigi eftir að verða mun meira í alþjóðarfréttum á næstu misserum - ekki hvað síst vegna hagsmunabaráttu Bandaríkjanna og Kína!
![]() |
Hillary Clinton sýndi klærnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áframhaldandi orkuöflun nauðsynleg til endurreisnar efnahagslífsins
10.8.2009 | 12:33
Áframhaldandi orkuöflun er nauðsynleg til en durreisnar efnahagslífsins. Gagnver eru orkufrek. En ef af verður þá verður uppsetning gagnavera á Íslandi afar mikilvæg fyrir endurreisn efnahagslífsins. Við þurfum fjölbreytni í uppbyggingunni.
Jákvætt að fá jákvæða frétt!
Hættum að velta okkur um of úr fortíðinni og horfum til framtíðar. Við ætlum og við munum endurreisa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf - hvernig sem IceSave og uppgjör við fortíðina fer. Það er framtíðin sem skiptir okkur máli - og það skiptir máli að ganga til móts við hana með jákvæðni að leiðarljósi þótt staðan sé dökk í dag.
![]() |
Samningur um gagnaver tilbúinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |