Framsóknarmaðurinn Obama styrkir frið við Rússa
6.7.2009 | 18:11
Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Dmitry Medvedev Rússlandsforseti hafa nú styrkt friðinn milli Bandaríkjanna og Rússlands með samþykkt draga um takmörkun kjarnorkuvopna. Næsta skref þeirra félaga er að ná samkomulag um uppsetningu eldflaugavarnarkerfis NATO í Austur-Evrópu sem er Rússum þyrnir í augum.
Bætt samskipti þessara stórvelda er afar mikilvæg - en eins og menn muna varð herská stefna hægrimannsins Bush til þess að samskipi Bandaríkjanna og Rússlands kólnuðu til muna.
![]() |
Kjarnorkuvopnasamkomulag í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spennandi nýsköpun við höfnina!
6.7.2009 | 16:03
Hugmyndin um alvöru fiskmarkað fyrir almenning við Reykjavíkurhöfn er spennandi hugmynd sem mun enn auka á fjölskrúðugt líf við höfnina ef af verður. Það hefur verið skemmtileg þróun við gömlu höfnina að undanförnu - stórglæsilegt sjóminjasafn - frumlegir fiskmatsölustaður - hvaðaskoðun - og Hamborgarabúllan svo fátt eitt sé nefnt.
En það eru fleiri sóknarfæri á svæðinu!
![]() |
Markaðsstemning við höfnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |