Við ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum!
31.7.2009 | 11:13
Við Íslendingar ætlum og munum vinna okkur út úr vandanum! Það er bara eðli okkar Íslendinga. Við gefumst ekki upp. Það er reyndar betra að ríkisstjórnin vinni með almenningi og fyrirtækjum í endurreisninni en leggi ekki stein í götu hennar.
Það gerir endurreisnina erfiðari ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að við missum hæft fólk úr landi. En ef svo fer þá verður bara að hafa það.
Auðvitað á það að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að halda dugmiklu og hæfileikaríku fólki á öllum sviðum í landinu. Við megum heldur ekki gleyma að þótt okkur hafi illilega skriplað á skötunni í fjármálalífinu og útrásinni þá eigum við fullt af öflugu og vel þjálfuðu fólki á því sviði. Sem á fjölmörgum öðrum sviðum. Fólki sem við þurfum einnig að halda og nýta í framtíðaruppbyggingunni.
Auðvitað verður að gera upp fortíðina og ná lögum yfir þá sem brotið hafa lög.
En við megum ekki festast í fortíðarpytti. Ef við horfum alltaf aftur í stað þess að horfa framávið þá endar það með því að við rekumst harkalega á.
Það er framtíðin sem skiptir máli.
Horfum þangað með það að markmiði að vinna okkur út úr vandanum og byggja aftur upp öflugt samfélag. Við höfum allt til þess - ef við bara trúum því og viljum.
![]() |
Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)