Brýnt að leysa IceSave deiluna

Það er býnt að leysa IceSave deiluna. Það er deginum ljósara. Stjórnvöld hljóta að vera í sambandi við Breta og Hollendinga vegna deilurnar og leita leiða til að gera lagfæringar á fyrirliggjandi samningi. Meinbugirnir hafa komið upp á yfirborðið. Þá þarf að laga svo Alþingi geti gengið frá málinu.

Félagi Össur stendur í stórræðum þessa dagana. Landaði umsókn um aðildarviðræður gegnum fund utanríkisráðherra Evrópusambandins á mettíma. Hittir hvern lykilráðherra ríkja Evrópusambandsins á fætur öðrum nú síðast Evrópumálaráðherra Frakklands.

Það er mikilvægt nú þegar verið er að undirbúa aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Mér finnst félagi Össur hafa staðið sig vel frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hann er í essinu sínu.

Össur má hins vegar ekki gleyma að rækta Evrópugarðinn sinn hér heima. Það skipir öllu máli að það verði haldið vel á Evrópumálunum og tryggt að allir stjórnmálaflokkar komi að málinu og að almenningur verði vel upplýstur.

Stjórnsýslan mun á haustmánuðum þurfa að svara fjölmörgum erfiðum spurningum varðandi Ísland vegna aðildarumsóknarinnar.  Aðildarviðræðurnar verða flóknar og erfiðar. Þær munu snerta alla þætti stjórnsýslunnar og samfélkagsins. Í þeim viðræðum þarf fókusinn á Evrópumálin að vera afar skýr.

Ég efast ekki um að Össur hafi þann skýra fókus.  En utanríkismál snúa ekki einungis að Evrópu. það er mikilvægt að sinna þeim á alþjóðavísu.

Ég vil því minna enn á ný á hugmyndir mínar um sérstakan Evrópumálaráðherra. Svipaðan og Evrópumálaráðherra Frakklands.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband