Við eigum að fella IceSave samningana snarlega - enda eru þeir baneitraðir eins og flestum ætti að vera ljóst. Við verðum að standa í fæturna nú þegar við erum á leið í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ef við látum undan hótunum Hollendinga vegna IceSave - þá getum við gleymt að ná ásættanlegum samningum við Evrópusambandið.
Málstaður Hollendinga er vondur. Þeir munu ekki geta haldið hótunum sínum til streitu.
Það er miklu vænlegra að ganga að nýju til samninga um skuldbindingar okkar með reisn í aðdraganda aðildarviðræðna - heldur en að hefja slíkar viðræður svínbeygð með vondann samning í höndunum.
Annars er umfang aðildaviðræðnanna þannig að það væri rétt að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Rétti maðurinn í það embætti væri Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson.
Meira um það í pistlinum: Sérstakan ráðherra Evrópumála!
![]() |
Þrýst á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |