Aðildarviðræður að ESB stangast EKKI á við stjórnarskrá!

Sú furðulega lögskýring að samþykkt þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu stangist á við stjórnarskrá dúkkaði upp í þinginu í dag.

Þvílík firra.

Enda löngu búið að hrekja slíkan málflutning í umræðunni undanfarna mánuði.

Hins vegar er ljóst að Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá.

Það er bara allt annað mál.


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn hefur samþykkt aðildarviðræður að ESB

Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Það er kristalklárt. Flokksþingið samþykkti einnig að í þeim viðræðum myndi Ísland leggja fram ákveðin skynsamleg skilyrði.

Það er eðlilegt að þingmenn Framsóknarflokksins vilji tryggja enn betur en gert er í greinargerð með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að þessi skilyrði Framsóknar verði höfð að leiðarljósi í aðildarviðræðunum.

Í því felst góð breytingartillaga Vigdísar Hauksdóttur.  Að sjálfsögðu ætti Alþingi að samþykkja þá breytingartillögu til að gulltryggja eðlilegt leiðarljós í aðildarviðræðunum.

En ef breytingartillaga Vigdísar nær ekki fram að ganga - þá er fyrirliggjandi tillaga um aðildarviðræður við Evrópusambandið þannig vaxin eftir breytingar sem utanríkismálanefnd hefur gert á henni - að tillagan fellur að samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins í meginatriðum.

Kjarni ályktunar flokksþings Framsóknarflokksins er að ganga skuli til aðildarviðræðna og niðurstaða þeirra viðræðna síðan borin undir þjóðaratkvæði.  Það er hin rétta leið. Þjóðin á að taka endanlega afstöðu.

Því er eðlilegt að þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði með fyrirliggjandi tillögu ef breytingartillaga Vigdísar verður felld.

Hins vegar er það skiljanlegt að einhverjir þingmenn flokksins sitji hjá við þá atkvæðagreiðslu ef þeir telja að það vanti of mikið upp á að skilyrði Framsóknarflokksins séu tryggð í aðildarviðræðunum.

Hins vegar er það nánast að ganga gegn samþykkt flokksþins Framsóknarflokksins að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

En þá ber að hafa í huga að þingmenn eiga að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Noregur saman inn í Evrópusambandið?

Það skyldi þó ekki fara svo að Ísland og Noregur fari saman inn í Evrópusambandið? Það yrði gott fyrir Evrópusambandið og væntanlega ágætt fyrir Ísland og Noreg líka!

Norðurlöndin yrðu sterk inna Evrópusambandins ef þau ynnu þar saman á grunni áratuga velheppnaðrar norænnar samvinnu.


mbl.is Íslensk umsókn rædd í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband