Katrín kjörkuð og ábyrg í málefnum LÍN á erfiðum tímum
9.6.2009 | 23:14
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sýnir kjark og tekur ábyrga afstöðu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á erfiðum tímum. Það er því miður ekkert svigrúm til að lækka grunnframfærslu sjóðsins.
Þá er hugmynd hennar um mögulegar tilfærslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði yfir til LÍN afar áhugaverðar - því fátt er betri fjárfesting á krepputímum en menntun.
Það má einnig velta því upp hvort fólk sem verður atvinnulaust geti ekki haldið atvinnuleysisbótum fyrstu önnina í námi og fari síðan á námslán. Það ýtir undir virkni hinna atvinnulausu og gefur þeim kost á að fjárfesta í sjálfum sér á meðan atvinnuástandið er eins slæmt og raun ber vitni.
Þá verður Lánasjóðurinn að breyta reglum sínum á þann veg að fólk sem verið hefur í góðum tekjum - en missir vinnuna - hafi tök á því að hefja nám og að námslán skerðist ekki vegna fyrrum góðra tekna.
Ég hef trú á að Katrín lendi þessum málum á eins farsælan veg og unnt er - en minni á að lykillinn að góðum lausnum í erfiðu ástandi er þverpólitísk samvinna.
![]() |
Ekkert svigrúm til hækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsókn á einungis tvo kosti í Kópavogi
9.6.2009 | 19:09
Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavoku verður að víkja í kjölfar áfellisdóms Delooitte um óeðlileg viðskipti Kópavogsbæjar við bæjarstjóradótturina.
Fyrir Framsóknarmenn eru tveir kostir í stöðunni. Krefjast afsagnar Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra og halda áfram samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar afsagnar bæjarstjórans eða að slíta samstarfinu.
Flóknara er það ekki!
![]() |
Gunnar segir lög ekki brotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirsjá af Þorsteini Pálssyni af Fréttablaðinu
9.6.2009 | 10:11
Það er eftirsjá af Þorsteini Pálssyni sem ritsjóri Fréttablaðsins. Þorsteinn hefur gegnum tíðina ritað fjölmarga góða og og ég vil segja merka leiðara í blaðið. Leiðara sem hafa haft jákvæð áhrif á þjóðfélagsumræðuna.
Það er því gleðiefni að Þorsteinn muni áfram skrifa greinar um stjórnmál og þjóðfélagsmál í Fréttablaðið og á fréttavefinn Vísi.
Ég þess fullviss að metnaður Þorsteins um að reka vandað og trúverðugt blað hafi skipt miklu máli fyrir Fréttablaðið. Af gefnu tilefni óttast ég að það gæti myndast pólitísk slagsíða á Fréttablaðinu í kjölfarið - en vona að ristjórinn sem eftir situr hafi metnað til þess að svo verði ekki.
Reyndar má Jón Kaldal ritstjóri eiga það að hann hefur einnig mikinn faglegan metnað. Spurningin er bara hvort hann hafi stjórn á pólitískum blaðamönnum sínum.
![]() |
Þorsteinn hættir sem ritstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gufusnakkið komið í efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins
9.6.2009 | 00:43
Maður verður alltaf dálítið súr þegar hugmyndir sem við félagarnir í gufuklúbbnum höfum talað um í margar vikur eða mánuði í gufunni dúkka upp annars staðar - áður en við komum þeim á framfæri sjálfir.
En auðvitað eigum við bara að vera ánægðir - það hlýtur að vera vit í því sem við höfum verið að ræða ef öflugir stjórnmálaflokkar eru okkur sammála!
Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú fram tillögu sem við höfum verið að velta fyrir okkur í gufunni frá því í nóvember. Það er að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur við inngreiðslu í lífeyrissjóði en ekki við útgreiðslu eins og nú er.
Slíkt skapar ríkissjóði tugmilljarða tekjur nú þegar við þurfum svo sárlega á þeim að halda.
Sjálfstæðisflokkurinn orðar þetta svona:
"Þá verði skoðað í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að gera kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna til að afla ríkissjóði frekari tekna. Þannig verði inngreiðslur í lífeyrissjóð skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð gæti aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða króna viðbótartekna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega."
Þótt hugmyndin sé góð þá eru ákveðnir meinbugir á henni. Í fyrsta lagi minnkar ávöxtun lífeyrissjóðanna sem nemur ávöxtun á fjárhæð skattsins af inngreiðslunni og í annan stað þá nýtist ekki skattafrádráttur fólks við útgreiðslu lífeyrisins.
Það fyrra er erfitt að leysa. Það síðara er einfaldara að leysa.
Góð tillaga í stöðunni eins og hún er í dag.
Reyndar væri besta að innheimta skattgreiðslur af því sem þegar er í sjóðunum strax!
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |