Samvinna er það sem við þurfum

Samvinna er það sem við þurfum til að ná okkur út úr kreppunni. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða að vinna saman að lausn mála. Þar þarf ríkisstjórnin að breyta kúrs og standa við stóru orðin um samvinnu og samráð. Þar þarf stjórnarandstaðan að taka við útréttri hönd ríkisstjórnarinnar ef hún verður rétt út og vinna með af heilindum.

Þetta er hægt. Það sýnir samvinnan í borgarstjórn Reykjavíkur á undanförnum mánuðum.+

Samvinna aðilja vinnumarkaðarins í erfiðu verkefni er til fyrirmyndar.

Þetta er hægt. En samvinna er það sem við þurfum.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýgur Jóhanna ítrekað að þjóðinni?

Ætli fullyrðing Jónasar Kristjánssonar „Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur“ sé rétt?

Eftirfarandi bloggfærsla Jónasar um þetta er að finna á www.jonas.is:

„Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur, að 75%-95% fáist upp í skuld þjóðarinnar vegna IceSave. Hefur ekkert fyrir sér í því. Alls ekkert. Það er bara ein af venjulegum fullyrðingum hennar út í loftið. Eins og fullyrðingin um, að hin og þessi mál „verði skoðuð“.

Ekkert hefur verið reynt að skýra, hvernig meintar eignir IceSave skiptist. Ekki orð um endurheimtulíkurnar í hverjum útlánaflokki. Og ekki orð um, á hvaða rökum þær séu reistar. Jóhanna vill bara, að fullyrðingum sínum sé trúað. Eftir það sem áður var heyrt í innantómum fullyrðingum hennar, er ótrúlegt, að fólk vilji trúa henni núna.“

Slæmt ef rétt er.

Vonandi er þetta þó misskilningur hjá Jónasi - en innantóm vilyrði Jóhönnu um "opna umræða" og "allt upp á borðinu" eru ekki traustvekjandi.


Bloggfærslur 7. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband