Steingrímur beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
5.6.2009 | 16:01
Það er grátlegt að sjá til Steingríms J. þessa dagana. Ekki aðeins að hann skreyti dálítið í þinginu þegar hann sagði að það væru einungis könnunarviðræður í gangi vegna Iceasave - heldur ætlaðist hann af mikilli hörku til forystuhollustu af Lilju Mósesdóttur þegar hún ákvað að fara að sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslu um hækkun áfengis- og bifreiðagjalda sem aukið hafa skuldsetningu heimila og fyrirtækja um marga milljarða.
Þá hefur Steingrímur J. beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála" svo notuð séu hans eigin orð.
Reyndar ætla ég ekki að halda því fram að Icesave-samkomulagið sé alslæmt. Þvert á móti. En það er hins vegar grátbroslegt að sjá Steingrím enn og aftur að ganga þvert á fyrri yfirlýsingar sínar eftir að hann komst sjálfur í stjórn.
Í grein sem hann ritaði um Icesave málið 24. janúar og bar heitið "Sorgarsaga Icesave málsins" er meðal annars að finna þessa gullmola:
"...Þó má segja að enn sé örlítil vonarglæta eftir í málinu enn því á Tryggingarsjóður innstæðueigenda eftir að taka við skuldunum og tryggingarupphæðirnar eru því formlega séð enn á ábyrgð viðkomandi ríkja...
... Í ljósi þessa er mesta örlagastund í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá er verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hefur ekki dug í sér að standa gegn."
Ég sé ekki betur en að Steingrímur hafi ekki haft dug í sér að standa gegn pólitískum þvingunarskilmálum í Icesave deilunni - eins og hann orðaði það svo smekklega sjálfur.
![]() |
Steingrímur fær fullt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gult spjaldið komið á Kjalarnesi - bíðum ekki eftir því rauða!
5.6.2009 | 07:53
Við fengum gula spjaldið vegna ófyrirgefanlegs slóðaskapar við að bæta umferðaöryggi á Kjalarnesi í vikunni þegar sex ára drengur var hætt kominn þegar hann hljóp yfir Vesturlandsveg fyrir ofan Klébergsskóla.
Við megum ekki bíða eftir rauðaspjaldinu!
Barátta Kjalnesinga fyrir umbótum hefur staðið um langt skeið - en lítið á þá hlustað.
Ég hef ítrekað bent á nauðsyn vegabóta á bloggi mínu.
Nú þaf að hætta að tala - og hefja framkvæmdir. Strax - áður en rauða spjaldið fer á loft!
![]() |
Þolinmæði Kjalnesinga á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)