Pólitísk púðurskot Dags B.
27.6.2009 | 16:15
Dagur B. skrópaði í vinnunni sinni hjá Reykjavíkurborg til þess að taka þátt í kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna á landsvísu. Þáði samt full laun - ágæt meira að segja.
Dagur B. hefur greinilega ekki haft fyrir því að setja sig inn í þá vinnu sem fram fór hjá Reykjavíkurborg meðan hann skrópaði.
Kemur nú eins og álfur út úr hól - og skýtur pólitískum púðurskotum út í loftið.
Ekki nægilega traustvekjandi hjá þessum annars efnilega dreng - sem langar að verða aftur borgarstjóri.
![]() |
Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |