Jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana
25.6.2009 | 11:01
Það er jákvætt að fá erlenda fjárfesta inn í nýju bankana - jafnvel þó leiðin sé þessi en ekki nýtt ferskt fjármagn. Við verðum bara að vona að fleiri erlendir fjárfestar verði reiðubúnir að eignast hlut í bönkunum - helst með nýja peninga og góð erlend sambönd.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að slá saman tveimur ríkisbankanna í einn - þannig að þeir verði einungis tveir - og að rík áhersla verði lögð á að fá erlenda fjárfesta inn í annan bankanna.
Hinn bankinn verði hins vegar rekinn sem banki í meirihlutaeign ríkisins að minnsta kosti fyrstu misserin - jafnvel árin.
Þó verður að sjálfsögðu að tryggja jafnræði á bankamarkaði þótt ríkið sé meirihlutaeigandi.
![]() |
Þýskir eignast í Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)