Jóhanna fundin - en afar hissa á ástandinu!

Það kemur á óvart að það komi Jóhönnu á óvart hversu alvarlegir erfiðleikar ríkis og sveitarfélaga eru. Reyndar kemur það kannske ekki svo á óvart ef rýnt er í einræðu Jóhönnu undarfarnar vikur því þá má sjá að hún hún hefur alltaf haldið að unnt væri að stöðva slagæðablæðingu íslenska efnahagslífsins með smáplástrum.

Ætli það komi Jóhönnu einnig á óvart hversu illa fyrirtæki og heimili standa í kreppunni?

Ef tekið er mið af afneitun Jóhönnu á róttækum en raunhæfum efnahagstillögum Framsóknar þar sem meðal annars er lagt til að lán heimila og fyrirtækja verði leiðrétt með niðurfærslu lána um 20% - þá má búast við svipaðri yfirlýsingu Jóhönnu þegar hún fattar vanda heimila og fyrirtækja.

Við skulum vona að Jóhanna bregðist hratt við og nýti sér vel það svigrúm sem hún hefur meðal þjóðarinnar sem samkvæmt skoðanakönnunum styðja hana og vilja gefa henni séns á að takast á við vandamálin.

Ég er reiðubúinn að aðstoða Jóhönnu í þeim slag!


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jóhanna týnd - einu sinni enn?

Þingflokkur Framsóknarmanna fór fram á fund með Dalai Lama - en það var ekki unnt að finna tíma í dagskrá mannsins. Við vitum hins vegar að tímaskorturinn er ekki vegna fundar Dalai Lama og Jóhönnu - en eins og svo oft áður - þá er Jóhanna týnd. Eins og svo oft áður - en það var áberandi hvað Jóhanna hefur forðast orðaskipti við aðra stjórnmálamenn á undanförnum vikum!

 


mbl.is Dalai Lama í Háskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband