Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við verðum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."
Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í 17. júní ávarpi sínu.
Þetta er alveg rétt hjá Jóhönnu.
Vandamálið er að Jóhanna er ekki að "vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast".
Ekki heldur "að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."
Þvert á móti eru ýmsar aðgerðir og aðgerðarleysi Jóhönnu að draga úr jákvæðri sýn og stuðla að því að við missum mannauð.
Þá er það rangt hjá Jóhönnu að IceSave að fullyrða að það sé "fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum"
Samningarnir geta einmitt orðið til þess að skerða fullveldi Íslands og umráðarétt okkar yfir auðlindunum. Það er alls ekki víst - en ef illa fer getur þetta einmitt orðið raunun.
PS.
En ræðan var annars góð hjá henni!
![]() |
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)