Brýnt að ganga til aðildarviðræðna við ESB - svo einfalt er málið
13.6.2009 | 10:36
Það er afar brýnt að Íslendingar gangi til aðildarviðræðna við ESB og að þjóðin geti greitt atkvæði um aðildarsamning samhliða sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Það verður að fá endanlegan botn á ESB málið með aðildarsamningi sem annað hvort verður samþykktur eða honum hafnað.
Viðreisn Íslands verður að byggja á vissu um það hvort Íslendingar verði innan ESB eða utan.
Það er afar mikilvægt að það náist sem bestur aðildarsamningur við ESB og þjóðin verður að vera þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning. Ef samningurinn verður ekki nægilega góður og hann felldur - þá verður aldrei friður um þá niðurstöðu. Ef þjóðin er þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning - og aðildarsamningurinn er felldur - þá er málið úr sögunni og endurreisn Íslands byggir á veru utan ESB.
Ef þjóðin er er þess fullviss að samningamenn Íslands hafi lagt allt af mörkum til að fá sem hagstæðastan samning - og samningurinn er samþykktur - þá er teningunum kastað og viðreisn Íslands byggir á veru inna ESB.
Svo einfalt er málið!
Í ljósi IceSave samningsins er ljóst að það dugir ekki að láta Samfylkingu og VG halda eina utan um aðildarviðræðurnar. Þar verður að vera þverpólitísks aðkoma og samningarnir í höndum fagmanna - ekki afdankaðra pólitíkusa - eins og í IceSave.
Svo einfalt er málið!
![]() |
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)