Atvinnumálaráðuneyti skynsamlegt skref
9.5.2009 | 23:36
Atvinnumálaráðuneyti er skynsamlegt skref. Einnig a setja auðlindamálin undir umhverfisráðuneytið ef af því verður. Hef talað fyrir því lengi.
Svandís og Árni Páll hafa alla burði til að verða öflugir ráðherrar. Bæði dugmiklir og vel gefnir stjórnmálamenn.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálfkák Samfylkingar firring eða óskhyggja?
9.5.2009 | 21:22
Hvort ætti hálfkák Samfylkingarinnar í aðgerðum fyrir heimilin í landinu sé firring eða óskhyggja? Það sjá allir sem kafa ofan í stöðu heimilanna að því fer fjarri að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni duga stórum hóp heimila.
Merkilegt að Samfylkingin sem var reiðubúin að dæla peningum úr ríkissjóði til að bjarga fjármagsneigendum hefur ekki dug í sér til að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfærslu og leiðréttingu skulda.
Fyrirsögn Morgunblaðins er reyndar sérstök: "Aðgerðirnar eru talda duga flestum". Sú alhæfing er út í hött - þótt pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra haldi slíkri firru fram.
Reyndar er það pólitískt snjallt hjá Samfylkingunni að setja á fót nýtt efnahagsráðuneyti og taka efnahagsmálin frá Jóhönnu - sem ekki ræður við þau. Þetta er svipuð snilld og Samfylkingin viðhafði fyrir kosningar þar sem Jóhönnu var haldið frá umræðum við pólitíska andstæðinga sína - svo ekki félli blettur á dýrmæta ímynd Jóhönnu.
![]() |
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staða og framtíð Bifrastar
9.5.2009 | 10:18
Staða og framtíð Bifrastar verður viðfangsefni málþings sem við í Hollvinasamtökum Bifrastar höldum í dag á Bifröst. Það verður spennandi að heyra hvað Jón Sigurðsson fyrrum rektor, Ágúst Einarsson núverandi rektor, Andrés Magnússon formaður stjórnar háskólans á Bifröst, Hlédís Sveinsdóttir ritari Hollvinasamtakanna og Davíð Fjölnir Ármannsson nemandi hafa fram að færa!
Sem formaður Hollvinasamtakanna mun ég setja þingið - og í kjölfar þess munum við halda aðalfund Hollvinasamtakanna.