Jóhanna ætti að hafa 1,5 milljón á mánuði!
7.5.2009 | 22:27
Það er fullkomlega eðlilegt að hæst launuðu ríkisforstjórnarnir séu ekki með hærri laun en forsætisráðherrann. En það er fullkomlega óeðlilegt að forsætisráðherrann sé ekki með töluvert hærri laun en hann er með nú. Þrátt fyrir kreppu.
Forsætisráðherra ætti að mínu mati að vera með 1.500 þúsund krónur í mánaðarlaun. Aðrir ráðherrar 1.400 þúsund. En að sjálfsögðu ættu ráðherrar aldrei að vera fleiri en 9.
Þingmenn ættu að mínu viti að vera með 1.000 þúsund í mánaðarlaun. Inn í þeim launum seta í nefndum Alþingis.
Engar aðrar sporslur.
Við eigum líka að gera miklar kröfur á þetta fólk og ef það stenst þær ekki - þá á bara að skipta þeim út.
Veit að þetta er ekki vinsælt í umræðunni í dag ´þar sem allir eru að setja út á góð laun - en þetta á samt að vera svona. Starf Alþingismanna a´að vera vel metið, gerðar á það miklar kröfur og reiða vel fyrir það.
![]() |
Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lækkum hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna!
7.5.2009 | 13:33
Hvernig væri að lækka hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna með því að taka tvö núll aftan af krónunni. Ég er ekki bara að grínast - heldur held ég að það sé vænlegra að hafa krónuna í svipuðum tölum og Evruna - þótt það breyti ekki raunverulegu verðgildi krónunnar.
Þannig getum við betur borið saman verð og verðþróun á Íslandi og Evrópu - og verðum ekki alveg eins út að aka þegar við innleiðum Evru.
Í dag er íslenska barbabrellugengi Evru (opinbert gengi á Íslandi sem er náttúrlega ekki markaðsgengi) um 170 kall. Væri ekki nær að hafa gengið 1,70?
![]() |
3100 milljarða skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Of lítið of seint?
7.5.2009 | 09:12
![]() |
Stýrivextir lækka í 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kasta steinum úr glerhúsi
7.5.2009 | 07:45
Ekki ætla ég að leggja mat á meint ummæli frænda míns Júlíusar Vífils í garð borgarfulltrúans Ólafs Friðriks. En það er deginum ljósara að Ólafur Friðrik er að kasta steinum úr glerhúsi þegar kvartar yfir og hyggst hætta vegna "einstaklega ókurteisrar og hrokafullrar framkomu..."
Almenningur ætti að lesa bókanir og hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks undanfarin misseri. Þar blasa einmitt við einstaklega ókurteis og hrokafull framkoma - fyrir utan órökstuddar dylgjur og jafnvel illmælgi.
Reyndar hefur oft ríkt Þórðargleði á fjölmiðlum þegar Ólafur Friðrk hefur tekið slíkar rispur - en vonandi mun fagmennska fjölmiðla taka yfir Þórðargleðina á þeim bænum.
![]() |
Segir af sér sem varamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)