Aðildarviðræður forsenda endurreisnar Íslands

Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eru forsenda þess að Íslendingar geti haldið áfram að endurreisa Ísland. Ekki vegna þess að aðild að Evrópusambandinu sé forsenda þess að slík endurreisn takist - þótt hún muni óneitanlega verulega hjálpa til svo fremi sem ásættanleg niðurstaða náist fyrir aðildarsamningi - heldur vegna þess að óuppgerð Evrópumál munu alltaf hanga eins og mara yfir íslenskum stjórnmálum.

Evrópumálin verður að klára á einn veg eða annan. Það verður ekki gert nema með aðildarviðræðum að ESB og í framhaldi þeirra þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki.

Slíkar aðildarviðræður þarf að klára hið fyrsta og kjósa um áframhaldið samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Þá ætti stjórnlagaþing einnig að hafa lokið störfum og því jafnframt kosið um niðurstöðu þess.

 


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalækkanir og skattahækkanir í stað uppbyggingar heimila og atvinnulífs

Stefna ríkisstjórnarinnar er að koma í ljós. Launalækkanir og skattahækkanir í stað uppbyggingar heimila og atvinnulífs. Stefnan ber í sér efnahagslegan dauða. Munum því væntanlega sjá fólksflótta sem á sér ekki hliðstæðu frá tímum Vesturferða. Spennandi væri að sjá skoðanakönnum um fylgi ríkisstjórnarflokkana. Það stefnir í vonda stjórn. Því miður.


mbl.is Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband