Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar
3.5.2009 | 16:18
Það væri góður leikur hjá ríkisstjórninni að gera hagfræðinginn Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar. Lilja gerir sér greinilega betur grein fyrir stöðu mála á vinnumarkaði en Gylfi sem virðist í algerri afneitun um raunverulega stöðu mála.
Lilja vill niðurfærslu skulda vegna íbúðalána og Lilja vill ýta undir atvinnu með því að fjölga þeim fyrirtækjum sem hafi kost á að ráða fólk af atvinnuleysisskrá og fái atvinnuleysisbæturnar í meðgjöf til að byrja með.
Gylfi lætur hins vegar sem allt sé í himnalagi og heldur því fram að flestir geti staðið undir skuldbindingum sínum. Hann ætti að tala við einhverja meðal hinna 17 þúsunda sem nú gengur um atvinnulaus og ná ekki endum saman.
PS. Það sem er ennþá verra er að Gylfi - og reyndar Jóhanna líka - tuða sífellt um greiðsluaðlögun sem valkost - en greiðsluaðlögun er ekki enn orðin raunhæfur valkostur fyrir illa stödd heimili þar sem reglugerð með frumvarpinu hefur ekki verið endanlega útfærð.
Einkennandi fyrir ríkisstjórnina. Það er ekki enn búið að ganga frá reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds þótt lögin séu að verað 2 mánaða gömul!
![]() |
Fleiri fái að ráða í bótavinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Samningsmarkmið aðildarviðræðna við ESB í stjórnarsáttmála?
3.5.2009 | 11:39
Fréttir herma að VG hyggist gefa eftir í Evrópumálunum og samþykkja að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er jákvætt. En það verða að vera skýr samningsmarkmið í slíkum aðildarviðræðum - samningsmarkmið sem best væri að kæmu fram í stjórnarsáttmála.
Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:
- Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
aðildarsamnings. - Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
- Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
- Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
- Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
- Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
- Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
- Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
- Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)